Trump sá eini sem eftir er í kapphlaupi Repúblikana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2016 23:00 Donald Trump virðist vera búinn að tryggja sér útnefninguna. John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í kvöld opinberlega að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum Bandaríkjanna sem haldnar verða í nóvember. Kasich hafði aðeins unnið sigur í forkosningum Repúblikana í heimaríki sínu Ohio og hafði honum mistekist að halda í við Trump og Ted Cruz. Kasich vonaðist þó til þess að geta barist fyrir útnefningu sinni á flokksþingi Repúblikana í júlí. Það féll þó um sjálft sig eftir yfirburðasigur Trumop í Indiana-ríki þar sem hann nældi sér í alla 57 fulltrúa fylkisins. Sigurinn gerði það að verkum að Ted Cruz dró framboð sitt til baka í gær og þá stóð Kasich einn eftir á móti Donald Trump í keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Fátt sem ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins í væntanlegum kosningum þar sem hann mun að öllum líkindum mæta Hillary Clinton. Eftir á að kjósa í níu ríkjum Bandaríkjanna en þar sem Trump er einn eftir í framboði eru þær forkosningar sem framundan eru nánast formsatriði. Trump þarf 1.247 kjörmenn til þess að tryggja sér útnefningu Repúblikana-flokksins en hann er nú með stuðning 1.053 kjörmanna. Síðustu forkosningarnar fara fram 7. júní þegar kosið verður samtímis í fimm ríkjum, þar á meðal Kaliforníu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í kvöld opinberlega að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum Bandaríkjanna sem haldnar verða í nóvember. Kasich hafði aðeins unnið sigur í forkosningum Repúblikana í heimaríki sínu Ohio og hafði honum mistekist að halda í við Trump og Ted Cruz. Kasich vonaðist þó til þess að geta barist fyrir útnefningu sinni á flokksþingi Repúblikana í júlí. Það féll þó um sjálft sig eftir yfirburðasigur Trumop í Indiana-ríki þar sem hann nældi sér í alla 57 fulltrúa fylkisins. Sigurinn gerði það að verkum að Ted Cruz dró framboð sitt til baka í gær og þá stóð Kasich einn eftir á móti Donald Trump í keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Fátt sem ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins í væntanlegum kosningum þar sem hann mun að öllum líkindum mæta Hillary Clinton. Eftir á að kjósa í níu ríkjum Bandaríkjanna en þar sem Trump er einn eftir í framboði eru þær forkosningar sem framundan eru nánast formsatriði. Trump þarf 1.247 kjörmenn til þess að tryggja sér útnefningu Repúblikana-flokksins en hann er nú með stuðning 1.053 kjörmanna. Síðustu forkosningarnar fara fram 7. júní þegar kosið verður samtímis í fimm ríkjum, þar á meðal Kaliforníu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20
Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22
Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39