Brexit: Ætti ég að vera eða fara? Lars Christensen skrifar 4. maí 2016 11:10 Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun