Kraftaverkið í Leicester stjórnarmaðurinn skrifar 4. maí 2016 11:00 Leicester City tryggði sér í fyrrakvöld sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sennilega er um að ræða eitthvert mesta og óvæntasta íþróttaafrek síðustu ára. Enska deildin hefur nú um árabil verið einokunarvettvangur stærstu og ríkustu liðanna. Raunar hafa einungis sex lið unnið titilinn frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Að Blackburn Rovers undanskildum, sem á þeim tíma var fjármagnað af auðkýfingnum Jack Walker og það lið sem eyddi allra mestu í leikmannakaup, hafa einungis Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea, og Manchester-liðin United og City unnið deildina. Það vill nú líka svo til að þessi fjögur stórveldi greiða hæstu launin, og eyða mestu í leikmannakaup. Það er nokkuð sorgleg staðreynd að síðustu ár hefur sætaskipan í deildinni að vori nánast algerlega farið eftir því hverjir greiða hæstu launin. Með öðrum orðum, knattspyrnan á ekki lengur að vera leikur þar sem Davíð getur sigrað Golíat.Leikurinn var orðinn fyrirsjáanlegur. Þetta hefur Leicester nú afsannað. Stjórnendur stærstu liðanna klóra sér á meðan í hausnum, en markaðsstjórar Úrvalsdeildarinnar hljóta að fagna eins og flestir hlutlausir knattspyrnuaðdáendur. Deildarkeppni sem hver sem er getur unnið selur sig nánast sjálf. Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut. Nánast væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp tölfræði sem sýnir fram á hversu ótrúlegt afrek þetta er: Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur eytt margfalt meiru í leikmannakaup á sínum tveimur árum hjá liðinu en Leicester í 132 ára sögu sinni. Leikmaður ársins, Riyad Mahrez, var keyptur á sem nemur einum vikulaunum hjá Wayne Rooney, stjórstjörnu United. Heildarlaunakostnaður Leicester er einungis fjórðungur þess sem hann er hjá Chelsea og tekjurnar réttur fjórðungur þess sem Manchester United aflar. Með öðrum orðum: fyrst Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina eru íslenska landsliðinu allir vegir færir á Evrópumótinu í sumar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Leicester City tryggði sér í fyrrakvöld sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sennilega er um að ræða eitthvert mesta og óvæntasta íþróttaafrek síðustu ára. Enska deildin hefur nú um árabil verið einokunarvettvangur stærstu og ríkustu liðanna. Raunar hafa einungis sex lið unnið titilinn frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Að Blackburn Rovers undanskildum, sem á þeim tíma var fjármagnað af auðkýfingnum Jack Walker og það lið sem eyddi allra mestu í leikmannakaup, hafa einungis Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea, og Manchester-liðin United og City unnið deildina. Það vill nú líka svo til að þessi fjögur stórveldi greiða hæstu launin, og eyða mestu í leikmannakaup. Það er nokkuð sorgleg staðreynd að síðustu ár hefur sætaskipan í deildinni að vori nánast algerlega farið eftir því hverjir greiða hæstu launin. Með öðrum orðum, knattspyrnan á ekki lengur að vera leikur þar sem Davíð getur sigrað Golíat.Leikurinn var orðinn fyrirsjáanlegur. Þetta hefur Leicester nú afsannað. Stjórnendur stærstu liðanna klóra sér á meðan í hausnum, en markaðsstjórar Úrvalsdeildarinnar hljóta að fagna eins og flestir hlutlausir knattspyrnuaðdáendur. Deildarkeppni sem hver sem er getur unnið selur sig nánast sjálf. Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut. Nánast væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp tölfræði sem sýnir fram á hversu ótrúlegt afrek þetta er: Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur eytt margfalt meiru í leikmannakaup á sínum tveimur árum hjá liðinu en Leicester í 132 ára sögu sinni. Leikmaður ársins, Riyad Mahrez, var keyptur á sem nemur einum vikulaunum hjá Wayne Rooney, stjórstjörnu United. Heildarlaunakostnaður Leicester er einungis fjórðungur þess sem hann er hjá Chelsea og tekjurnar réttur fjórðungur þess sem Manchester United aflar. Með öðrum orðum: fyrst Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina eru íslenska landsliðinu allir vegir færir á Evrópumótinu í sumar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira