Að lokinni jarðhitaráðstefnu Bjarni Bjarnason skrifar 4. maí 2016 07:00 Nú er nýafstaðin alþjóðlega jarðhitaráðstefnan Iceland Geothermal Conference. Þetta var sú þriðja í röðinni og hana sóttu um 700 manns frá um 50 löndum. Skipulag, efnistök og öll umgjörð var til fyrirmyndar og vil ég fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þakka Íslenska jarðhitaklasanum og klasastjóranum Gekon fyrir fagmannlega vinnu. Við verðum áþreifanlega vör við það á þingum sem þessu hve lánsöm við erum að njóta jarðhitans. Við finnum það líka hversu mikil framsýni var í því fólgin að nýta hann með þeim hætti sem við höfum gert. Þar eru hitaveiturnar okkar einstakar. Orkan í hitaveitum landsins er þvílík að ef þeirra nyti ekki við dygði allt rafmagn sem framleitt er í landinu varla til að kynda íslensk hús á köldum degi. Ef við teljum að án hitaveitnanna myndum við bara kynda með rafmagni, þá myndi það útheimta að í kuldaköstum væri ekkert rafmagn aflögu í nokkuð annað, hvorki álver, loðnubræðslu, gróðurhús eða rafmagnsbílinn og við þyrftum líklega að slökkva ljósin í húsunum okkar líka. Svo yrði kostnaðurinn margfaldur eins og þeir vita sem þurfa að kynda með rafmagni. Það er því ekki að undra að baráttufélagar okkar gegn hlýnun jarðar víða um heim sæki okkur heim til að kynna sér hvernig hægt er að miðla þvílíkri ofurorku til samfélaga með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Viljum vera bakhjarl Það má spyrja hvað Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur og Orka náttúrunnar eru að gera á svona ráðstefnu því ekki erum við að sækja á erlenda markaði. Okkur finnst það ljúf skylda að upplýsa fróðleiksfúsa milliliðalaust um þau lífsgæði sem jarðhitinn hefur fært okkur, hvaða erfiðleikum við höfum mætt og hvernig við höfum greitt úr þeim. Í samtali við alþjóðlegt áhugafólk um jarðhitann og nýtingu hans á ráðstefnunni lærðum við líka margt. Rétt eins og við miðluðum mistökum okkar (sem við köllum vitaskuld reynslu á ráðstefnum sem þessari) fengum við kost á að læra af mistökum annarra. Það er alla jafna ódýrara en að þurfa að gera þau sjálf. Með þátttökunni viljum við líka vera bakhjarl þeirra fjölmörgu íslensku jarðhitafyrirtækja sem eru að hasla sér völl í útlöndum og hafa mörg hver öðlast sína þekkingu og reynslu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækin. Á ráðstefnunni nú í ár fannst mér sérstaklega vænt um að gestum okkar þótti ekki bara talsvert til jarðhitanýtingarinnar koma. Átak okkar Orkuveitufólks í jafnréttismálum vakti talsverða athygli. Það er nefnilega víðar en hér á landi að orku- og veitufyrirtæki eru tiltölulega einsleitir vinnustaðir sem fara þá á mis við kosti þess að karlar og konur starfi hlið við hlið og njóti sömu kjara. Við þurfum fleiri konur til starfa og sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem þær eru fæstar, í iðn- og tæknistörfunum. Samstarf OR, Veitna og Orku náttúrunnar við Árbæjarskóla vakti athygli en í vetur hafa átta strákar og átta stelpur verið í valáfanga sem kenndur er hjá okkur á Bæjarhálsinum og krakkarnir kynnast góðu handverki af okkar flinkasta fólki. Það var augljóst af ráðstefnunni að orkukerfin í heiminum eru að breytast enda verða þau að gera það. Jarðhitinn kemur þar víða við sögu en þær breytingar gefa fyrirtækjunum líka kost á að innleiða fleiri breytingar samhliða, til dæmis að jarðhitabransinn verði jafnréttisbransi. Hann er sjálfbærari þannig. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðin alþjóðlega jarðhitaráðstefnan Iceland Geothermal Conference. Þetta var sú þriðja í röðinni og hana sóttu um 700 manns frá um 50 löndum. Skipulag, efnistök og öll umgjörð var til fyrirmyndar og vil ég fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þakka Íslenska jarðhitaklasanum og klasastjóranum Gekon fyrir fagmannlega vinnu. Við verðum áþreifanlega vör við það á þingum sem þessu hve lánsöm við erum að njóta jarðhitans. Við finnum það líka hversu mikil framsýni var í því fólgin að nýta hann með þeim hætti sem við höfum gert. Þar eru hitaveiturnar okkar einstakar. Orkan í hitaveitum landsins er þvílík að ef þeirra nyti ekki við dygði allt rafmagn sem framleitt er í landinu varla til að kynda íslensk hús á köldum degi. Ef við teljum að án hitaveitnanna myndum við bara kynda með rafmagni, þá myndi það útheimta að í kuldaköstum væri ekkert rafmagn aflögu í nokkuð annað, hvorki álver, loðnubræðslu, gróðurhús eða rafmagnsbílinn og við þyrftum líklega að slökkva ljósin í húsunum okkar líka. Svo yrði kostnaðurinn margfaldur eins og þeir vita sem þurfa að kynda með rafmagni. Það er því ekki að undra að baráttufélagar okkar gegn hlýnun jarðar víða um heim sæki okkur heim til að kynna sér hvernig hægt er að miðla þvílíkri ofurorku til samfélaga með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Viljum vera bakhjarl Það má spyrja hvað Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur og Orka náttúrunnar eru að gera á svona ráðstefnu því ekki erum við að sækja á erlenda markaði. Okkur finnst það ljúf skylda að upplýsa fróðleiksfúsa milliliðalaust um þau lífsgæði sem jarðhitinn hefur fært okkur, hvaða erfiðleikum við höfum mætt og hvernig við höfum greitt úr þeim. Í samtali við alþjóðlegt áhugafólk um jarðhitann og nýtingu hans á ráðstefnunni lærðum við líka margt. Rétt eins og við miðluðum mistökum okkar (sem við köllum vitaskuld reynslu á ráðstefnum sem þessari) fengum við kost á að læra af mistökum annarra. Það er alla jafna ódýrara en að þurfa að gera þau sjálf. Með þátttökunni viljum við líka vera bakhjarl þeirra fjölmörgu íslensku jarðhitafyrirtækja sem eru að hasla sér völl í útlöndum og hafa mörg hver öðlast sína þekkingu og reynslu í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækin. Á ráðstefnunni nú í ár fannst mér sérstaklega vænt um að gestum okkar þótti ekki bara talsvert til jarðhitanýtingarinnar koma. Átak okkar Orkuveitufólks í jafnréttismálum vakti talsverða athygli. Það er nefnilega víðar en hér á landi að orku- og veitufyrirtæki eru tiltölulega einsleitir vinnustaðir sem fara þá á mis við kosti þess að karlar og konur starfi hlið við hlið og njóti sömu kjara. Við þurfum fleiri konur til starfa og sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem þær eru fæstar, í iðn- og tæknistörfunum. Samstarf OR, Veitna og Orku náttúrunnar við Árbæjarskóla vakti athygli en í vetur hafa átta strákar og átta stelpur verið í valáfanga sem kenndur er hjá okkur á Bæjarhálsinum og krakkarnir kynnast góðu handverki af okkar flinkasta fólki. Það var augljóst af ráðstefnunni að orkukerfin í heiminum eru að breytast enda verða þau að gera það. Jarðhitinn kemur þar víða við sögu en þær breytingar gefa fyrirtækjunum líka kost á að innleiða fleiri breytingar samhliða, til dæmis að jarðhitabransinn verði jafnréttisbransi. Hann er sjálfbærari þannig. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun