Segir viðbrögð markaðarins öfgafull Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2016 14:57 Tim Cook, forstjóri Apple, telur viðbrögð markaðarins við sölusamdrátt hjá fyrirtækinu milli ára hafa verið öfgafull. Þetta sagði hann í viðtali í gærkvöldi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að tæknirisinn Apple hefði boðað 13 prósenta samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple?Forsvarsmenn Apple forðast fjölmiðla en Tim Cook samþykkti viðtal við Mad Money á CNBC í gær í ljósi þess að hlutabréf í Apple höfðu lækkað í átta daga í röð, um ellefu prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá fyrirtækinu síðan árið 1998. Í viðtalinu benti Cook á að fjórðungurinn hefði gengið mjög vel samkvæmt eðlilegum mælikvörðum, hins vegar hefði hann verið undir væntingum markaðsaðila. Cook sagði að Apple væri ekki að minnka í vinsældum meðal viðskiptavina sinna. iPhone eigandi væri mun líklegri til að kaupa sér uppfærðan iPhone en aðra tegund síma þegar hann skiptir um síma. Ef sala á iPhone símum er að dragast saman er þó ljóst að fyrirtækinu vantar aðra söluvöru. Cook sagði að Apple myndi færa neytendum vörur í framtíðinni sem þeir gætu ekki lifað án, hins vegar þekkja neytendur í dag ekki þessar vörur. Hann sagði þetta alltaf hafa verið markmið Apple. Cook telur að Apple Watch muni drífa vöxt hjá fyrirtækinu. Hann benti á að nú væri snjallúrið einungis í sölu í 14 þúsund verslunum og því væru miklir möguleikar á vexti. Tengdar fréttir Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, telur viðbrögð markaðarins við sölusamdrátt hjá fyrirtækinu milli ára hafa verið öfgafull. Þetta sagði hann í viðtali í gærkvöldi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að tæknirisinn Apple hefði boðað 13 prósenta samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple?Forsvarsmenn Apple forðast fjölmiðla en Tim Cook samþykkti viðtal við Mad Money á CNBC í gær í ljósi þess að hlutabréf í Apple höfðu lækkað í átta daga í röð, um ellefu prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá fyrirtækinu síðan árið 1998. Í viðtalinu benti Cook á að fjórðungurinn hefði gengið mjög vel samkvæmt eðlilegum mælikvörðum, hins vegar hefði hann verið undir væntingum markaðsaðila. Cook sagði að Apple væri ekki að minnka í vinsældum meðal viðskiptavina sinna. iPhone eigandi væri mun líklegri til að kaupa sér uppfærðan iPhone en aðra tegund síma þegar hann skiptir um síma. Ef sala á iPhone símum er að dragast saman er þó ljóst að fyrirtækinu vantar aðra söluvöru. Cook sagði að Apple myndi færa neytendum vörur í framtíðinni sem þeir gætu ekki lifað án, hins vegar þekkja neytendur í dag ekki þessar vörur. Hann sagði þetta alltaf hafa verið markmið Apple. Cook telur að Apple Watch muni drífa vöxt hjá fyrirtækinu. Hann benti á að nú væri snjallúrið einungis í sölu í 14 þúsund verslunum og því væru miklir möguleikar á vexti.
Tengdar fréttir Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09
Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45