Vandað, hagkvæmt, hratt Eygló Harðardóttir skrifar 2. maí 2016 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum. Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eygló Harðardóttir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum. Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar