Færeyingar græða á Rússaviðskiptum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2016 19:45 Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi og hafa Rússar á skömmum tíma vaxið upp í að verða stærsti kaupandi færeyskra afurða. Þegar Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna Úkraínudeilunnar völdu Færeyingar að standa utan við refsiaðgerðirnar. Fyrir færeyskan efnahag virðist það hafa verið einkar hagfelld ákvörðun miðað við lýsingar danskra fjölmiðla, sem strax í fyrra fóru að segja fréttir af því að Færeyjar möluðu gull vegna viðskiptabannsins. Þetta kemur sér einkar vel fyrir laxeldið, en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyja, enda virðast færeyskir firðir og sundin milli eyjanna henta vel til fiskeldis. Á skömmum tíma hefur Rússlands vaxið upp á að verði stærsti kaupandi færeyskra sjávarafurða, og ekki bara á eldislaxi, heldur einng á þorski, síld og makríl. Takmarkað framboð fiskafurða á Rússlandsmarkaði vegna viðskiptabannsins veldur því jafnframt að Færeyingar fá hátt verð fyrir afurðir sínar þar. Útflutningur Færeyinga til Rússlands á síðasta ári er talinn hafa vaxið upp í 40 milljarða íslenskra króna en á sama tíma nam útflutningur þeirra til ríkja Evrópusambandsins um 30 milljörðum króna. Svo vel kunna Rússar að meta vini sína Færeyinga að þeir vilja nú læra af reynslu þeirra af fiskeldi og var sendinefnd frá Færeyjum á dögunum í Múrmansk til að ræða um samstarf um að byggja þar upp fiskeldi, samkvæmt frétt The Independent Barentsobserver. Tengdar fréttir Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði. 18. mars 2011 07:17 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi og hafa Rússar á skömmum tíma vaxið upp í að verða stærsti kaupandi færeyskra afurða. Þegar Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna Úkraínudeilunnar völdu Færeyingar að standa utan við refsiaðgerðirnar. Fyrir færeyskan efnahag virðist það hafa verið einkar hagfelld ákvörðun miðað við lýsingar danskra fjölmiðla, sem strax í fyrra fóru að segja fréttir af því að Færeyjar möluðu gull vegna viðskiptabannsins. Þetta kemur sér einkar vel fyrir laxeldið, en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyja, enda virðast færeyskir firðir og sundin milli eyjanna henta vel til fiskeldis. Á skömmum tíma hefur Rússlands vaxið upp á að verði stærsti kaupandi færeyskra sjávarafurða, og ekki bara á eldislaxi, heldur einng á þorski, síld og makríl. Takmarkað framboð fiskafurða á Rússlandsmarkaði vegna viðskiptabannsins veldur því jafnframt að Færeyingar fá hátt verð fyrir afurðir sínar þar. Útflutningur Færeyinga til Rússlands á síðasta ári er talinn hafa vaxið upp í 40 milljarða íslenskra króna en á sama tíma nam útflutningur þeirra til ríkja Evrópusambandsins um 30 milljörðum króna. Svo vel kunna Rússar að meta vini sína Færeyinga að þeir vilja nú læra af reynslu þeirra af fiskeldi og var sendinefnd frá Færeyjum á dögunum í Múrmansk til að ræða um samstarf um að byggja þar upp fiskeldi, samkvæmt frétt The Independent Barentsobserver.
Tengdar fréttir Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði. 18. mars 2011 07:17 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samherji greiddi 6 milljarða fyrir eigur Faroe Seafood Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að Samherji og dótturfélagið Framherji hafi greitt sem svarar tæpum 6 milljörðum króna fyrir eignir þrotabús Faroe Seafood í síðasta mánuði. 18. mars 2011 07:17
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19
Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. 7. mars 2013 18:51
Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03
Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47