Höldum áfram að gera vel ... saman Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir skrifar 19. maí 2016 16:45 18.maí árið 1976 voru samþykkt á Alþingi ný lög en þau hétu „lög um jafnrétti kvenna og karla.” Þegar þingskjöl Alþingis eru lesin frá þessum tíma er ljóst að flestir voru sammála um innihald frumvarpsins. Þó eru alltaf einn eða tveir þingmenn sem reyni að draga hina í skemmtilega þrætukenndar umræður um innihaldið útfrá pólitískri hugsjón í hreinasta formi sínu og einfaldaðri mynd. Hér varð engin undantekning þegar stigið var í pontu og frumvarpið sagt „stuðla að nokkurs konar lögregluríki.“ Frumvarpið var afurð mikillar umræðu innan og utan landssteinanna. Sameinuðu þjóðirnar höfðu boðað árið 1975 sem sérstakt kvennaár til að flýta jafnréttisþróun og lagt til framkvæmdaáætlun til 10 ára á ráðstefnu í Mexíkó. Umræða á vettvangi norðurlandanna ýtti svo ennfremur við Íslendingum sem og íslenskar konur sjálfar. Sagt var eftir á að lögin hefðu ekki verið nægjanlega framsækin en þau voru þó með mörg nýmæli bundin í lög sem ekki höfðu sést áður og þykja sjálfsögð i dag í flestum hlutum heimsins. Önnur atriði höfðu verið samþykkt áður sem hluti af öðrum lögum eins og ákvæði um almennan launajöfnuð kvenna og karla árið 1961 en opinberir starfsmenn höfðu áður verið fyrsta starfsstéttin sem hlaut lögverndað launajafnrétti árið 1954. Þessi munur milli kynjanna í launum var þó viðvarandi og erum við ennþá að vinna að minnkun kynbundins launamunar. Tiltók flutningsmaður nefndarálitsins og þingmaður Framsóknar, Gunnlaugur Finnson það sérstaklega að aðstöðumun milli kynjanna væri um að kenna þegar ungt fólk væri að vinna á sumrinn fyrir sínum skólakostnaði að það væri „ekki óalgengt að sumartekjur stúlkna séu rétt um það bil helmingurinn af því sem sumartekjur pilta eru.” Gunnlaugur velti einnig upp framtíðarhugleiðingum um stöðu kynjanna og þakkaði bændasamtökunum fyrir að hafa komið sterk til leiks á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 en samtökin riðu á vaðið á aðalfundi sínum að samþykkja að opna aðild sína þannig að hjón ættu þar jafnan rétt. Með samþykkt frumvarpsins var bundið í lög m.a. fræðsla um jafnrétti í skólum og öðrum menntastofnunum, að óheimilt væri að mismuna starfsfólki eftir kynferði og að störf laus til umsóknar væru opin bæði kynjum. Þingmenn af báðum kynjum studdu tillöguna og ræddu þá afstöðu í ræðustólnum en einnig var tekið fram að „íslenskar konur hafa verið mjög samhentar í því að þoka sínum málum áleiðis og ég hygg að þetta frv. sé einn árangurinn af þeirri samvinnu.” Annarsstaðar í heiminum er staðan ekki sú sama. 52 ríki eru ekki með jafnrétti í sinni stjórnarskrá líkt og kveðið er á um í 65. gr. íslensku stjórnarskrárnar, 26 ríki veita kynjunum ekki jafna stöðu þegar kemur að erfðarétt og 60% af þeim sem skortir grunnmenntun á borð við lesskilning í heiminum eru konur. Halda verður áfram að gera betur, í að útrýma kynbundnum launamun en einnig víðast hvar annarsstaðar í heiminum þar sem eru stærri og minni jafnréttisverkefni. Við Framsóknarkonur erum mjög stoltar af því hversu vel jafnréttisumræðan endurspeglast í markmiðum Íslands bæði innanlands og í utanríkisstefnu Íslands. Höldum áfram að gera vel ... saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
18.maí árið 1976 voru samþykkt á Alþingi ný lög en þau hétu „lög um jafnrétti kvenna og karla.” Þegar þingskjöl Alþingis eru lesin frá þessum tíma er ljóst að flestir voru sammála um innihald frumvarpsins. Þó eru alltaf einn eða tveir þingmenn sem reyni að draga hina í skemmtilega þrætukenndar umræður um innihaldið útfrá pólitískri hugsjón í hreinasta formi sínu og einfaldaðri mynd. Hér varð engin undantekning þegar stigið var í pontu og frumvarpið sagt „stuðla að nokkurs konar lögregluríki.“ Frumvarpið var afurð mikillar umræðu innan og utan landssteinanna. Sameinuðu þjóðirnar höfðu boðað árið 1975 sem sérstakt kvennaár til að flýta jafnréttisþróun og lagt til framkvæmdaáætlun til 10 ára á ráðstefnu í Mexíkó. Umræða á vettvangi norðurlandanna ýtti svo ennfremur við Íslendingum sem og íslenskar konur sjálfar. Sagt var eftir á að lögin hefðu ekki verið nægjanlega framsækin en þau voru þó með mörg nýmæli bundin í lög sem ekki höfðu sést áður og þykja sjálfsögð i dag í flestum hlutum heimsins. Önnur atriði höfðu verið samþykkt áður sem hluti af öðrum lögum eins og ákvæði um almennan launajöfnuð kvenna og karla árið 1961 en opinberir starfsmenn höfðu áður verið fyrsta starfsstéttin sem hlaut lögverndað launajafnrétti árið 1954. Þessi munur milli kynjanna í launum var þó viðvarandi og erum við ennþá að vinna að minnkun kynbundins launamunar. Tiltók flutningsmaður nefndarálitsins og þingmaður Framsóknar, Gunnlaugur Finnson það sérstaklega að aðstöðumun milli kynjanna væri um að kenna þegar ungt fólk væri að vinna á sumrinn fyrir sínum skólakostnaði að það væri „ekki óalgengt að sumartekjur stúlkna séu rétt um það bil helmingurinn af því sem sumartekjur pilta eru.” Gunnlaugur velti einnig upp framtíðarhugleiðingum um stöðu kynjanna og þakkaði bændasamtökunum fyrir að hafa komið sterk til leiks á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 en samtökin riðu á vaðið á aðalfundi sínum að samþykkja að opna aðild sína þannig að hjón ættu þar jafnan rétt. Með samþykkt frumvarpsins var bundið í lög m.a. fræðsla um jafnrétti í skólum og öðrum menntastofnunum, að óheimilt væri að mismuna starfsfólki eftir kynferði og að störf laus til umsóknar væru opin bæði kynjum. Þingmenn af báðum kynjum studdu tillöguna og ræddu þá afstöðu í ræðustólnum en einnig var tekið fram að „íslenskar konur hafa verið mjög samhentar í því að þoka sínum málum áleiðis og ég hygg að þetta frv. sé einn árangurinn af þeirri samvinnu.” Annarsstaðar í heiminum er staðan ekki sú sama. 52 ríki eru ekki með jafnrétti í sinni stjórnarskrá líkt og kveðið er á um í 65. gr. íslensku stjórnarskrárnar, 26 ríki veita kynjunum ekki jafna stöðu þegar kemur að erfðarétt og 60% af þeim sem skortir grunnmenntun á borð við lesskilning í heiminum eru konur. Halda verður áfram að gera betur, í að útrýma kynbundnum launamun en einnig víðast hvar annarsstaðar í heiminum þar sem eru stærri og minni jafnréttisverkefni. Við Framsóknarkonur erum mjög stoltar af því hversu vel jafnréttisumræðan endurspeglast í markmiðum Íslands bæði innanlands og í utanríkisstefnu Íslands. Höldum áfram að gera vel ... saman.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar