Pistill Páls á Sprengisandi: Skortur á trausti Páll Magnússon skrifar 19. maí 2016 11:27 Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Páll Magnússon Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun