Pistill Páls á Sprengisandi: Skortur á trausti Páll Magnússon skrifar 19. maí 2016 11:27 Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Páll Magnússon Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun