Davíð segir leigupenna hagræða sannleikanum um hrunið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 16:49 Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að þeir sem mesta sök beri á hruninu hafi farið í það verkefni að ráða sér leigupenna til þess að koma sökinni af sér og yfir á þá sem höfðu varað við hruninu. Segir Davíð að þetta hafi verið „merkilegt uppátæki.“ Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans í dag þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook-síðu fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar var hann spurður hvort hann teldi mikla reiði vera í samfélaginu. Svaraði hann því til að hann vissi ekki hvort hægt væri að mæla reiðina en sumir vildu nýta sér hana og jafnvel hafa af henni pólitískan ávinning. Hann fór síðan að ræða bankahrunið: „Ég held að eftir að bankarnir féllu og hrunið gekk í garð að þá hafi mikil vonbrigði ríkt og fólk varð margt illa úti og það getur enginn áfellst fólk þegar slíkt gerist og það skynjar að það átti ekki sjálft nema litlu eða engu leyti sök á því þá langar fólkinu að finna sökudólg eða sökudólga og láta reiði sína með einum eða öðrum hætti bitna á þeim. Það er bara mjög eðlilegt. En því miður var það svo að kannski þeir sem mesta sök báru en áttu og eiga mjög mikla peninga og eiga enn þeir fóru í það verkefni að ráða sér leigupenna í stórum stíl til þess að koma sökinni af sér á þá sem höfðu varað við. Það var merkilegt uppátæki.“ Um liðna helgi var Davíð spurður að því í útvarpsþætti á Bylgjunni hverjum hrunið hafi verið að kenna, en hann sjálfur var til að mynda á lista bandaríska tímaritsins Time yfir þá sem bæru ábyrgð á hruninu. „Það hafa margir skrifað um að það sé ég. Ekki bara hér á landi, heldur halda því fram að ég hafi valdið hruninu á alþjóðavísu. En ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna,“ sagði Davíð á Bylgjunni.Sjá einnig: Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna Viðtalið við Davíð á Facebook-síðu Nova má sjá hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að þeir sem mesta sök beri á hruninu hafi farið í það verkefni að ráða sér leigupenna til þess að koma sökinni af sér og yfir á þá sem höfðu varað við hruninu. Segir Davíð að þetta hafi verið „merkilegt uppátæki.“ Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans í dag þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook-síðu fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar var hann spurður hvort hann teldi mikla reiði vera í samfélaginu. Svaraði hann því til að hann vissi ekki hvort hægt væri að mæla reiðina en sumir vildu nýta sér hana og jafnvel hafa af henni pólitískan ávinning. Hann fór síðan að ræða bankahrunið: „Ég held að eftir að bankarnir féllu og hrunið gekk í garð að þá hafi mikil vonbrigði ríkt og fólk varð margt illa úti og það getur enginn áfellst fólk þegar slíkt gerist og það skynjar að það átti ekki sjálft nema litlu eða engu leyti sök á því þá langar fólkinu að finna sökudólg eða sökudólga og láta reiði sína með einum eða öðrum hætti bitna á þeim. Það er bara mjög eðlilegt. En því miður var það svo að kannski þeir sem mesta sök báru en áttu og eiga mjög mikla peninga og eiga enn þeir fóru í það verkefni að ráða sér leigupenna í stórum stíl til þess að koma sökinni af sér á þá sem höfðu varað við. Það var merkilegt uppátæki.“ Um liðna helgi var Davíð spurður að því í útvarpsþætti á Bylgjunni hverjum hrunið hafi verið að kenna, en hann sjálfur var til að mynda á lista bandaríska tímaritsins Time yfir þá sem bæru ábyrgð á hruninu. „Það hafa margir skrifað um að það sé ég. Ekki bara hér á landi, heldur halda því fram að ég hafi valdið hruninu á alþjóðavísu. En ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna,“ sagði Davíð á Bylgjunni.Sjá einnig: Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna Viðtalið við Davíð á Facebook-síðu Nova má sjá hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00
Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04