„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 15:04 Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent