Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. maí 2016 12:15 Eftirlaun Davíðs Oddssonar kæmu til frádráttar launum hans sem forseta Íslands næði hann kjöri. Þrátt fyrir þetta kæmi Davíð til með að afsala sér um 1.400 þúsund krónum á mánuði í laun. Eftirlaunalögin svo kölluðu voru samþykkt á Alþingi hinn 15. desember 2003. Lögin kváðu á um hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Í lögunum var sérstakt ákvæði um eftirlaun forsætisráðherra en í 6. gr. laganna kom fram að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gegnt embætti í a.m.k. eitt ár, ætti rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum með sama hlutfalli og forseti Íslands. Í greinargerð með lögunum var þessi sérregla rökstudd með þeim hætti að forsætisráðherra á hverjum tíma væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. Því þætti eðlilegt að um hann gilti sérregla sem væri nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra. Mun ekki þiggja forsetalaun Davíð Oddsson var forsætisráðherra á þeim tíma þegar lögin voru samþykkt. Davíð hefur sem kunnugt er lýst yfir framboði til forseta Íslands og sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag að hann myndi ekki þiggja forsetalaun næði hann kjöri. Eftirlaunalögin voru afnumin árið 2009 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jafnframt var lögfest ákvæði varðandi áhrif starfa samhliða eftirlaunatöku. Þar kemur fram að gegni sá sem fær greidd laun samkvæmt eftirlaunalögunum starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, skuli launagreiðslur fyrir það starf að fullu koma til frádráttar eftirlaunum. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Davíð mun ekki eiga rétt á fullum launum forseta Íslands nái hann kjöri hinn 25. núní nk. Laun forseta eru nú rúmar 2,3 milljónir á mánuði en samkvæmt þeim upplýsingum sem Davíð hefur gefið fjölmiðlum þiggur hann í dag um 900.000 krónur á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Davíðs kæmu til frádráttar forsetalaunum hans og ætti hann þá rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Eftirlaun Davíðs Oddssonar kæmu til frádráttar launum hans sem forseta Íslands næði hann kjöri. Þrátt fyrir þetta kæmi Davíð til með að afsala sér um 1.400 þúsund krónum á mánuði í laun. Eftirlaunalögin svo kölluðu voru samþykkt á Alþingi hinn 15. desember 2003. Lögin kváðu á um hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Í lögunum var sérstakt ákvæði um eftirlaun forsætisráðherra en í 6. gr. laganna kom fram að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gegnt embætti í a.m.k. eitt ár, ætti rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum með sama hlutfalli og forseti Íslands. Í greinargerð með lögunum var þessi sérregla rökstudd með þeim hætti að forsætisráðherra á hverjum tíma væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. Því þætti eðlilegt að um hann gilti sérregla sem væri nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra. Mun ekki þiggja forsetalaun Davíð Oddsson var forsætisráðherra á þeim tíma þegar lögin voru samþykkt. Davíð hefur sem kunnugt er lýst yfir framboði til forseta Íslands og sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag að hann myndi ekki þiggja forsetalaun næði hann kjöri. Eftirlaunalögin voru afnumin árið 2009 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jafnframt var lögfest ákvæði varðandi áhrif starfa samhliða eftirlaunatöku. Þar kemur fram að gegni sá sem fær greidd laun samkvæmt eftirlaunalögunum starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, skuli launagreiðslur fyrir það starf að fullu koma til frádráttar eftirlaunum. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Davíð mun ekki eiga rétt á fullum launum forseta Íslands nái hann kjöri hinn 25. núní nk. Laun forseta eru nú rúmar 2,3 milljónir á mánuði en samkvæmt þeim upplýsingum sem Davíð hefur gefið fjölmiðlum þiggur hann í dag um 900.000 krónur á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Davíðs kæmu til frádráttar forsetalaunum hans og ætti hann þá rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira