Viðskipti erlent

Facebook síðan þín mun líta öðruvísi út í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook. Vísir/EPA
Galli á Facebook Pages hefur valdið því að fyrirtæki og fjölmiðlar eiga erfitt með að dreifa efni sínu á samfélagsmiðlinum, þar á meðal Vísir. Gallinn getur komið í veg fyrir að Facebooksíður geti dreift efni til notenda sinna og uppfært síður sínar.

Facebooksíður notenda munu því líta töluvert öðruvísi út í dag en notendur hafa vanist. Við deilingu kemur upp villa um að ekki sé hægt að deila. Almennir notendur geta þó enn sett inn stöðufærslur.

Facebook er orðinn stærsti dreifandi frétta- og afþreyingarefnis á heimsvísu og fer umtalsverður hluti þess efnis í gegnum Pages. Þó eru ekki allar síður sem geta ekki dreift efni og svo virðist sem að hægt sé að deila fréttum og öðru í gegnum Facebook appið.

Fyrirtækið hefur ekki tjáð sig um gallann enn.

Uppfært 10:55

Við getum glatt lesendur okkar með því að við höfum fundið leið fram hjá áðurnefndri villu. Vísir mun því deila efni sínu á Facebook áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×