Tekjur af auðlindum í velferð Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. maí 2016 07:00 Við Íslendingar erum rík af auðlindum en ekki góð í að semja um verð fyrir nýtingu þeirra. Útgerðarfyrirtæki greiða veiðigjald sem er langt undir markaðsverði, ferðamenn fá afslátt af neysluskatti á bæði gistingu og afþreyingu og við gerum ógegnsæja samninga um rafmagnsverð við stóriðjuna. Þessar stóru atvinnugreinar ættu að skila mun meiri tekjum í ríkissjóð en þær gera.Útboð aflaheimilda Til að fá fullt verð fyrir veiðileyfi eigum við að bjóða út aflaheimildir. Opinbert útboð er skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af auðlindinni til þjóðarinnar. Útboð myndi draga fram sanngjarna samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtækin væru reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð. Í dag geta þeir sem fá úthlutaðan kvóta stungið fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja kvóta til þriðja aðila. Það er óþolandi að horfa upp á slík viðskipti og bera þau saman við það lága veiðigjald sem nú rennur í ríkissjóð. Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 kr. fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða, á meðan ríkið heimtir aðeins 13 kr. í veiðigjald. Sérfræðingar hafa bent á að með vel útfærðu útboði gætu stjórnvöld náð fram öllum þeim markmiðum sem þau setja sér fyrirfram, s.s. skiptingu á milli skipaflokka, landsvæða og nýliðunar. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni og það er hægt að taka strax skref í rétta átt. Ég legg til að við tökum slíkt skref á næsta fiskveiðiári. Þorskveiðikvótinn var aukinn á yfirstandandi fiskveiðiári um 21 þúsund tonn og mælingar Hafrannsóknastofnunar benda til að kvótinn verði enn aukinn á næsta fiskveiðiári. Ef Hafrannsóknastofnun gerir tillögu um viðbótartonn umfram þorskkvóta fiskveiðiársins 2015/2016 þá ættum við að bjóða þau út til hæstbjóðenda. Með því fengist reynsla í framkvæmd útboða af þessu tagi ásamt markaðsverði aflaheimilda. Nú þegar bjóðum við út leyfi til nýtingar á útblástursheimildum, fjarskiptatíðnisviðum, sérleyfum í flugi og rekstri hópferðabíla og þá reynslu má nýta.Skattaafsláttur til ferðamanna Álag vegna fjölda ferðamanna hefur aukist mikið og haft áhrif á t.d. vegi landsins, löggæsluna, heilsugæsluna og sjúkraflutninga, að ekki sé minnst á fjölsóttar náttúruperlur. Ferðaþjónustan hefur skilað góðum gjaldeyristekjum með auknum ferðamannastraumi en nú er svo komið að eitthvað verður undan að láta. Ef innviðir verða ekki efldir þá er hætt við að dragi úr áhuga ferðamanna á að koma hingað og kostnaður vegna mikilla fjárfestinga falli á almenning. Núverandi ástand bitnar að sjálfsögðu einnig á þjónustu við íbúa landsins. Besta leiðin til að fá með einföldum hætti auknar tekjur af ferðamönnum er að færa virðisaukaskatt fyrir gistingu og afþreyingu úr lægra þrepi í almennt þrep. Ferðamenn eiga ekki að fá afslátt af neyslusköttum og þessi ört vaxandi atvinnugrein á ekki að búa við annað rekstrarumhverfi en önnur fyrirtæki í landinu. Gisting og afþreying bera nú 11% virðisaukaskatt eins og t.d. matvæli, orka og bækur. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24%. Það merkir að allar vörur og þjónusta bera 24% virðisaukaskatt nema að um sérstaka undantekningu sé að ræða. Nú þegar innviðir landsins eru að molna undan álagi á alls ekki að gefa ferðamönnum sérstakan afslátt af neyslusköttum.Sanngjarnt orkuverð Við ættum að hefja strax undirbúning fyrir stofnun uppboðsmarkaðar á raforku á Íslandi. Norðmenn hafa fyrir löngu stigið það skref að leggja auðlindarentuskatt á orkufyrirtækin sem nýta náttúruauðlindir þeirra. Til að slíkt megi verða hér á landi þarf fyrst að tryggja gegnsæi í verðmyndun á raforku. Nýr samningur Landsvirkjunar við Norðurál um raforkusölu þar sem verðið ræðst af uppboðsmarkaði í Noregi er jákvæð vísbending um að aukið gegnsæi sé að færast í verðmyndun á raforku hér á landi. Ef við sem samfélag fáum sanngjarnar tekjur af öllum okkar auðlindum getum við auðveldlega haldið uppi öflugu og ókeypis heilbrigðis- og menntakerfi. Það er réttlætismál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík af auðlindum en ekki góð í að semja um verð fyrir nýtingu þeirra. Útgerðarfyrirtæki greiða veiðigjald sem er langt undir markaðsverði, ferðamenn fá afslátt af neysluskatti á bæði gistingu og afþreyingu og við gerum ógegnsæja samninga um rafmagnsverð við stóriðjuna. Þessar stóru atvinnugreinar ættu að skila mun meiri tekjum í ríkissjóð en þær gera.Útboð aflaheimilda Til að fá fullt verð fyrir veiðileyfi eigum við að bjóða út aflaheimildir. Opinbert útboð er skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af auðlindinni til þjóðarinnar. Útboð myndi draga fram sanngjarna samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtækin væru reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð. Í dag geta þeir sem fá úthlutaðan kvóta stungið fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja kvóta til þriðja aðila. Það er óþolandi að horfa upp á slík viðskipti og bera þau saman við það lága veiðigjald sem nú rennur í ríkissjóð. Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 kr. fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða, á meðan ríkið heimtir aðeins 13 kr. í veiðigjald. Sérfræðingar hafa bent á að með vel útfærðu útboði gætu stjórnvöld náð fram öllum þeim markmiðum sem þau setja sér fyrirfram, s.s. skiptingu á milli skipaflokka, landsvæða og nýliðunar. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni og það er hægt að taka strax skref í rétta átt. Ég legg til að við tökum slíkt skref á næsta fiskveiðiári. Þorskveiðikvótinn var aukinn á yfirstandandi fiskveiðiári um 21 þúsund tonn og mælingar Hafrannsóknastofnunar benda til að kvótinn verði enn aukinn á næsta fiskveiðiári. Ef Hafrannsóknastofnun gerir tillögu um viðbótartonn umfram þorskkvóta fiskveiðiársins 2015/2016 þá ættum við að bjóða þau út til hæstbjóðenda. Með því fengist reynsla í framkvæmd útboða af þessu tagi ásamt markaðsverði aflaheimilda. Nú þegar bjóðum við út leyfi til nýtingar á útblástursheimildum, fjarskiptatíðnisviðum, sérleyfum í flugi og rekstri hópferðabíla og þá reynslu má nýta.Skattaafsláttur til ferðamanna Álag vegna fjölda ferðamanna hefur aukist mikið og haft áhrif á t.d. vegi landsins, löggæsluna, heilsugæsluna og sjúkraflutninga, að ekki sé minnst á fjölsóttar náttúruperlur. Ferðaþjónustan hefur skilað góðum gjaldeyristekjum með auknum ferðamannastraumi en nú er svo komið að eitthvað verður undan að láta. Ef innviðir verða ekki efldir þá er hætt við að dragi úr áhuga ferðamanna á að koma hingað og kostnaður vegna mikilla fjárfestinga falli á almenning. Núverandi ástand bitnar að sjálfsögðu einnig á þjónustu við íbúa landsins. Besta leiðin til að fá með einföldum hætti auknar tekjur af ferðamönnum er að færa virðisaukaskatt fyrir gistingu og afþreyingu úr lægra þrepi í almennt þrep. Ferðamenn eiga ekki að fá afslátt af neyslusköttum og þessi ört vaxandi atvinnugrein á ekki að búa við annað rekstrarumhverfi en önnur fyrirtæki í landinu. Gisting og afþreying bera nú 11% virðisaukaskatt eins og t.d. matvæli, orka og bækur. Almennt þrep í virðisaukaskatti er 24%. Það merkir að allar vörur og þjónusta bera 24% virðisaukaskatt nema að um sérstaka undantekningu sé að ræða. Nú þegar innviðir landsins eru að molna undan álagi á alls ekki að gefa ferðamönnum sérstakan afslátt af neyslusköttum.Sanngjarnt orkuverð Við ættum að hefja strax undirbúning fyrir stofnun uppboðsmarkaðar á raforku á Íslandi. Norðmenn hafa fyrir löngu stigið það skref að leggja auðlindarentuskatt á orkufyrirtækin sem nýta náttúruauðlindir þeirra. Til að slíkt megi verða hér á landi þarf fyrst að tryggja gegnsæi í verðmyndun á raforku. Nýr samningur Landsvirkjunar við Norðurál um raforkusölu þar sem verðið ræðst af uppboðsmarkaði í Noregi er jákvæð vísbending um að aukið gegnsæi sé að færast í verðmyndun á raforku hér á landi. Ef við sem samfélag fáum sanngjarnar tekjur af öllum okkar auðlindum getum við auðveldlega haldið uppi öflugu og ókeypis heilbrigðis- og menntakerfi. Það er réttlætismál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun