Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 17. maí 2016 07:00 Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra grafalvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms- og vinnuframboði og því vel skiljanlegt að unglingar leiti þangað til að fara í framhaldsskóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagönguna. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhaldsskólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra grafalvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms- og vinnuframboði og því vel skiljanlegt að unglingar leiti þangað til að fara í framhaldsskóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagönguna. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhaldsskólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun