Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2016 18:23 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, gagnrýndi Guðna Th. Jóhannesson harðlega í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í dag. Davíð sagði að hann yrði þjóðinni ódýr forseti því hann ætli ekki að þiggja laun sem forseti. Hann sagðist fá eftirlaun og það muni nægja honum. Davíð er á fullum eftirlaunum sem forsætisráðherra og þingmaður og sem Seðlabankastjóri. Um launin sagði Davíð orðrétt: „Svo hef ég ákveðið að þjóðin fái mig ódýrt því ég mun ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum. Ég ætla ekki að láta ríkið borga mér laun. Ég fæ eftirlaun sem eru kannski fjörutíu prósent af forsetalaununum og mér finnst það duga mér. Ég vil draga úr pjatti og tildri á Bessastöðum. Ég vil færa forsetann heim, ég vil hugsa um málin og ég vil gefa fólkinu aðgang að Bessastöðum og þá finnst mér við hæfi að forsetinn sé ekki með tvær og hálfa milljón í laun á mánuði heldur eitthvað nær því að vera með eina milljón eða 1,1 milljón, þá er hann kannski með tvöföld meðallaun, eitthvað þess háttar, úr ríkissjóði og er þá svona á jöfnum skala við ráðherra og þess háttar. Og það er bara merki um það að nú ætla menn að hægja á og horfa á aðra hluti. Ég veit bara hvernig hún Ástríður mín er. Hún getur ekki hugsað sér um pjatt og snobb og menn séu að glenna sig hér og hvar. Bara hafa hófsemi á öllum hlutum og þá finnst mér við hæfi að þjóðin fái mig frítt.“ Í þættinum sagði Davíð Guðna Th. vera prýðilegan mann en hann sagði Guðna vilja breyta stjórnarskránni og að Guðni hefði viljað samþykkja Icesave á sínum tíma og talað fyrir því og beitt sömu rökum og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á sínum tíma.Davíð Oddsson ávarpar gesti í kosningamiðstöð sinni. Vísir/AntonVill að Guðni sé einlægur Davíð sagði Guðna einnig hafa sagt að það mætti ekki vernda íslenskar innistæður nema að vernda kröfuhafanna. Vildi Davíð meina að þar hefði Guðni haft rangt fyrir sér og bætti auk þess við að Guðni hafi viljað á sínum tíma ganga í Evrópusambandið, þó Guðni hafi lýst því yfir í dag að hann sé andsnúinn þeirri hugmynd. „Hann á bara að vera einlægur og vera ekkert að hlaupa frá því,“ sagði Davíð. Davíð sagði sálræn vandamál steðja að þjóðinni og að hún sé töluð niður. Hann sagði heilmarga menn gera það og tala einnig niður sögu Íslands. Sagði hann til að mynda Guðna Th. hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Hann sagði Guðna hafa gert það á sama tíma og hann reyndi að fá Icesave-samningana samþykkta.Ætlar að draga úr öllu „pjattstandi“ Hann sagði Guðna auk þess hafa lýst því yfir að hann hafi nýja sýn á forsetaembættið en Davíð sagði Guðna ekki hafa útskýrt hver sú sýn er. Sjálfur sagðist Davíð hafa útfærðar hugmyndar fyrir forsetaembættið. Hann vill draga úr öllu „pjattstandi“ og fækka þannig utanlandsferðum forseta til muna. Forsetinn hafi að jafnaði dvalið 100 daga erlendis á hverju ári og sagði Davíð nóg komið og þannig verði hægt að ná fram sparnaði. Það sem sparast vill Davíð nota til að veita fólkinu í landinu aðgang að Bessastöðum og bjóða alla velkomna. Þannig verði forsetinn til staðar og geti hitt fólkið sitt.„Allir þessir unglingar eru á þinginu“ Sagði Davíð að hann væri þeirrar skoðunar að það þurfi mann með reynslu á Bessastaði, mann eins og sig. Sagði hann þingið vera afar veikt og reynslulítið. Á útleið væru þingmenn með mikla reynslu á borð við Kristján Möller, Einar K. Guðfinnsson og Ögmundur Jónsson. Á þingi væru því eftir margir reynslu litlir þingmenn sem hefðu lýst því yfir í ræðustól Alþingis að þeir þekktu vel hætturnar sem fylgja því að kaupa hríðskotabyssur því þeir hefðu spilað svo marga tölvuleiki. „Allir þessir unglingar eru a þinginu ef svo má segja og reynslan þar er nú ekki góð. Nú á að fara að skipta upp enn þá meira,“ sagði Davíð. „Þingið er afskaplega veikt. Menn segjast ekki vilja kaupa hríðskota byssur þvi það seu hættuleg vopn. Þeir hafa leikið svo marga tölvuleiki að þeir vita allt um það mál. Þetta er sagt í þingstólum.“ Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Guðni segir það af og frá að hann hafi ráðist á aðrar frambjóðendur og rifjaði upp fréttir af útvarpsviðtali við sitjandi forseta frá árinu 2012. 8. maí 2016 18:31 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Segir ekki hægt að líða þau vinnubrögð sem tíðkast á Alþingi Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. 12. maí 2016 11:20 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, gagnrýndi Guðna Th. Jóhannesson harðlega í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í dag. Davíð sagði að hann yrði þjóðinni ódýr forseti því hann ætli ekki að þiggja laun sem forseti. Hann sagðist fá eftirlaun og það muni nægja honum. Davíð er á fullum eftirlaunum sem forsætisráðherra og þingmaður og sem Seðlabankastjóri. Um launin sagði Davíð orðrétt: „Svo hef ég ákveðið að þjóðin fái mig ódýrt því ég mun ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum. Ég ætla ekki að láta ríkið borga mér laun. Ég fæ eftirlaun sem eru kannski fjörutíu prósent af forsetalaununum og mér finnst það duga mér. Ég vil draga úr pjatti og tildri á Bessastöðum. Ég vil færa forsetann heim, ég vil hugsa um málin og ég vil gefa fólkinu aðgang að Bessastöðum og þá finnst mér við hæfi að forsetinn sé ekki með tvær og hálfa milljón í laun á mánuði heldur eitthvað nær því að vera með eina milljón eða 1,1 milljón, þá er hann kannski með tvöföld meðallaun, eitthvað þess háttar, úr ríkissjóði og er þá svona á jöfnum skala við ráðherra og þess háttar. Og það er bara merki um það að nú ætla menn að hægja á og horfa á aðra hluti. Ég veit bara hvernig hún Ástríður mín er. Hún getur ekki hugsað sér um pjatt og snobb og menn séu að glenna sig hér og hvar. Bara hafa hófsemi á öllum hlutum og þá finnst mér við hæfi að þjóðin fái mig frítt.“ Í þættinum sagði Davíð Guðna Th. vera prýðilegan mann en hann sagði Guðna vilja breyta stjórnarskránni og að Guðni hefði viljað samþykkja Icesave á sínum tíma og talað fyrir því og beitt sömu rökum og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á sínum tíma.Davíð Oddsson ávarpar gesti í kosningamiðstöð sinni. Vísir/AntonVill að Guðni sé einlægur Davíð sagði Guðna einnig hafa sagt að það mætti ekki vernda íslenskar innistæður nema að vernda kröfuhafanna. Vildi Davíð meina að þar hefði Guðni haft rangt fyrir sér og bætti auk þess við að Guðni hafi viljað á sínum tíma ganga í Evrópusambandið, þó Guðni hafi lýst því yfir í dag að hann sé andsnúinn þeirri hugmynd. „Hann á bara að vera einlægur og vera ekkert að hlaupa frá því,“ sagði Davíð. Davíð sagði sálræn vandamál steðja að þjóðinni og að hún sé töluð niður. Hann sagði heilmarga menn gera það og tala einnig niður sögu Íslands. Sagði hann til að mynda Guðna Th. hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Hann sagði Guðna hafa gert það á sama tíma og hann reyndi að fá Icesave-samningana samþykkta.Ætlar að draga úr öllu „pjattstandi“ Hann sagði Guðna auk þess hafa lýst því yfir að hann hafi nýja sýn á forsetaembættið en Davíð sagði Guðna ekki hafa útskýrt hver sú sýn er. Sjálfur sagðist Davíð hafa útfærðar hugmyndar fyrir forsetaembættið. Hann vill draga úr öllu „pjattstandi“ og fækka þannig utanlandsferðum forseta til muna. Forsetinn hafi að jafnaði dvalið 100 daga erlendis á hverju ári og sagði Davíð nóg komið og þannig verði hægt að ná fram sparnaði. Það sem sparast vill Davíð nota til að veita fólkinu í landinu aðgang að Bessastöðum og bjóða alla velkomna. Þannig verði forsetinn til staðar og geti hitt fólkið sitt.„Allir þessir unglingar eru á þinginu“ Sagði Davíð að hann væri þeirrar skoðunar að það þurfi mann með reynslu á Bessastaði, mann eins og sig. Sagði hann þingið vera afar veikt og reynslulítið. Á útleið væru þingmenn með mikla reynslu á borð við Kristján Möller, Einar K. Guðfinnsson og Ögmundur Jónsson. Á þingi væru því eftir margir reynslu litlir þingmenn sem hefðu lýst því yfir í ræðustól Alþingis að þeir þekktu vel hætturnar sem fylgja því að kaupa hríðskotabyssur því þeir hefðu spilað svo marga tölvuleiki. „Allir þessir unglingar eru a þinginu ef svo má segja og reynslan þar er nú ekki góð. Nú á að fara að skipta upp enn þá meira,“ sagði Davíð. „Þingið er afskaplega veikt. Menn segjast ekki vilja kaupa hríðskota byssur þvi það seu hættuleg vopn. Þeir hafa leikið svo marga tölvuleiki að þeir vita allt um það mál. Þetta er sagt í þingstólum.“
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Guðni segir það af og frá að hann hafi ráðist á aðrar frambjóðendur og rifjaði upp fréttir af útvarpsviðtali við sitjandi forseta frá árinu 2012. 8. maí 2016 18:31 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Segir ekki hægt að líða þau vinnubrögð sem tíðkast á Alþingi Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. 12. maí 2016 11:20 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Guðni segir það af og frá að hann hafi ráðist á aðrar frambjóðendur og rifjaði upp fréttir af útvarpsviðtali við sitjandi forseta frá árinu 2012. 8. maí 2016 18:31
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56
Segir ekki hægt að líða þau vinnubrögð sem tíðkast á Alþingi Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir það vandamál að almenningur beri lítið traust til Alþingis. Hann sér þó að hægt sé að bæta úr því og telur að forsetinn geti haft þar áhrif. 12. maí 2016 11:20