Erlent

Telur að utanríkisstefna Trump myndi auka böl heimsins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ekki eru allir ánægðir með utanríkisstefnu Donald Trump.
Ekki eru allir ánægðir með utanríkisstefnu Donald Trump. vísir/epa
Heimurinn verður mun verr staddur ef hugmyndir Donald Trump í utanríkismálum ná fram að ganga. Þetta er mat James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins.

James Bakervísir/epa
Ummælin lét Baker falla á opnum þingnefndarfundi en yfirskrift fundarins var „Hlutverk Bandaríkjanna í heiminum“. Fjallað er um fundinn á vef Reuters. Baker var utanríkisráðherra í ríkisstjórn George Bush eldri á árunum 1989 til 1992. 

Marco Rubio, sem fyrir ekki svo löngu síðan dró sig úr kapphlaupi Repúblíkana um Hvíta húsið, spurði Baker hvað honum þætti um hugmyndir manna sem mæla með því að draga úr samstarfi Atlantshafsbandalagsins eða að auka við vopnaflóru Japan og Suður-Kóreu.

„Sumir hafa stungið upp á því að láta Japan og Suður-Kóreu einfaldlega hafa kjarnorkuvopn þannig þau geti varið sig sjálf,“ sagði Rubio. Trump var ekki nefndur sérstaklega í spurningunni en engum duldist um hvern var átt.

„Við glímum við fjöldamörg vandamál í dag en þau myndu margfaldast ef lagt yrði í þá vegferð,“ sagði Baker. „Eftir því sem fleiri þjóðir eignar kjarnorkuvopn, þeim mun varhugaverðari verður veröldin.“


Tengdar fréttir

Trump og Ryan reyna að sættast

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×