Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bjarki Ármannsson skrifar 12. maí 2016 15:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Daníel Verkefnastjóri hefur verið ráðinn til að halda utan um sérstakt máltækniverkefni sem stjórnvöld og fulltrúar atvinnulífsins hyggjast ráðast í. Í ágúst eða september á að liggja fyrir áætlun um það hvernig tryggja eigi uppbyggingu íslenskrar máltækni til næstu ára. Vísir hefur að undanförnu fjallað um sumar þær hættur sem margir telja að steðji að íslensku á tölvuöld. Meðal annars hefur verið rætt við sérfræðinga sem telja að framþróun í íslenskri máltækni þurfi að eiga sér stað á allra næstu árum, eigi tungumálið að halda velli hjá næstu kynslóðum. Stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate-vélina, er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins. „Þetta snýst ekki bara um varðveislu menningararfs,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta mun skipta máli upp á samkeppni, samkeppnisforskot okkar og okkar tæknifyrirtækja, upp á að geta sinnt þjónustu í gegnum talmál.“Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsSamtök atvinnulífsins, ásamt Samtökum iðnaðarins og fjármálafyrirtækjum ýmsum, hafa safnað fimm milljónum króna á móti öðrum fimm milljónum frá stjórnvöldum til þess að hægt sé að vinna aðgerðaáætlun um uppbyggingu innviða fyrir íslenska máltækni til næstu ára. Þorgerður gegndi sem kunnugt er starfi menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún kveðst þó enginn sérfræðingur í málefnum íslenskrar máltækni.Stuðningur við íslenska máltækni er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.Vísir/Getty„Ég er ekki mjög vitur í þessu, en maður er búinn að vera að hlusta á þessa sérfræðinga,“ segir Þorgerður. „Þeir segja að innan skamms verði lyklaborð eiginlega orðin fátíð. Við munum, liggur við, tala við ísskápinn okkar og biðja um mjólk. Þá er betra að hann skilji að þú viljir mjólk en ekki kæfu.“Líkt og Vísir hefur fjallað um, vilja ýmsir meina að stjórnvöld hafi dregið lappirnar í þessu máli. Nýlegar aðgerðaáætlanir hafa verið unnar af sérfræðingum á sviði máltækni og hefur það verið gagnrýnt að næstu mánuðum skuli varið í að vinna aðra slíka í stað þess að ráðast í þau verkefni sem áætlun frá árinu 2014 lagði til, til dæmis að byggja upp hugbúnað til leiðréttingar á íslensku málfari íslensku málfari, íslenskan talgreini og vélrænar þýðingar.Sjá einnig: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Þorgerður segir ráðningu verkefnisstjóra, Kolbeins Björnssonar, og undirbúningsvinnu hans bara fyrsta skrefið. Hún tekur undir með ráðamönnum á borð við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra sem segja verkefnið gríðarlega mikilvægt. „Við höfum ennþá tíma, við sitjum ekki eftir, og við getum náð öðrum löndum og gott betur.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Verkefnastjóri hefur verið ráðinn til að halda utan um sérstakt máltækniverkefni sem stjórnvöld og fulltrúar atvinnulífsins hyggjast ráðast í. Í ágúst eða september á að liggja fyrir áætlun um það hvernig tryggja eigi uppbyggingu íslenskrar máltækni til næstu ára. Vísir hefur að undanförnu fjallað um sumar þær hættur sem margir telja að steðji að íslensku á tölvuöld. Meðal annars hefur verið rætt við sérfræðinga sem telja að framþróun í íslenskri máltækni þurfi að eiga sér stað á allra næstu árum, eigi tungumálið að halda velli hjá næstu kynslóðum. Stuðningur við íslenska máltækni, til dæmis búnað sem hægt er að stýra með töluðu máli eða vélrænar þýðingar á borð við Google Translate-vélina, er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins. „Þetta snýst ekki bara um varðveislu menningararfs,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta mun skipta máli upp á samkeppni, samkeppnisforskot okkar og okkar tæknifyrirtækja, upp á að geta sinnt þjónustu í gegnum talmál.“Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsinsSamtök atvinnulífsins, ásamt Samtökum iðnaðarins og fjármálafyrirtækjum ýmsum, hafa safnað fimm milljónum króna á móti öðrum fimm milljónum frá stjórnvöldum til þess að hægt sé að vinna aðgerðaáætlun um uppbyggingu innviða fyrir íslenska máltækni til næstu ára. Þorgerður gegndi sem kunnugt er starfi menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún kveðst þó enginn sérfræðingur í málefnum íslenskrar máltækni.Stuðningur við íslenska máltækni er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.Vísir/Getty„Ég er ekki mjög vitur í þessu, en maður er búinn að vera að hlusta á þessa sérfræðinga,“ segir Þorgerður. „Þeir segja að innan skamms verði lyklaborð eiginlega orðin fátíð. Við munum, liggur við, tala við ísskápinn okkar og biðja um mjólk. Þá er betra að hann skilji að þú viljir mjólk en ekki kæfu.“Líkt og Vísir hefur fjallað um, vilja ýmsir meina að stjórnvöld hafi dregið lappirnar í þessu máli. Nýlegar aðgerðaáætlanir hafa verið unnar af sérfræðingum á sviði máltækni og hefur það verið gagnrýnt að næstu mánuðum skuli varið í að vinna aðra slíka í stað þess að ráðast í þau verkefni sem áætlun frá árinu 2014 lagði til, til dæmis að byggja upp hugbúnað til leiðréttingar á íslensku málfari íslensku málfari, íslenskan talgreini og vélrænar þýðingar.Sjá einnig: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Þorgerður segir ráðningu verkefnisstjóra, Kolbeins Björnssonar, og undirbúningsvinnu hans bara fyrsta skrefið. Hún tekur undir með ráðamönnum á borð við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra sem segja verkefnið gríðarlega mikilvægt. „Við höfum ennþá tíma, við sitjum ekki eftir, og við getum náð öðrum löndum og gott betur.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00
Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15
Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30