„Kerfi blekkinga er óðum að hrynja sem aumasta spilaborg“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2016 23:38 Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Vísir/Anton „Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað. Panama-skjölin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað.
Panama-skjölin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira