Bæring Ólafsson ætlar ekki að breyta ákvörðun sinni og gefa aftur kost á sér forseta Íslands. Hann dró framboð sitt til baka þann 24. apríl eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa aftur kost á sér.
„Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ sagði Bæring á mánudaginn. Hann sagði ákvörðun Ólafs Ragnars að hætta við framboð vera fíflalega.
„Ég óska hér með öllum frambjóðendum góðs gengis og heilla í komandi forsetakosningum. Ég vil þó benda á að það eru fleiri kostir en þeir tveir sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur vakið athygli á,“ segir Bæring nú í tilkynningu til fjölmiðla.
Hann lýsir yfir stuðningi við Andra Snæ Magnason og skorar á fólk að kynna sér framboð hans.
