Innlent

Andri Snær ætlar að spýta í lófana

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi.
Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi. visir/valli
Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, segist ánægður með nýja könnun fréttastofu 365 um fylgi forsetaframbjóðenda. Um sé að ræða skýra mælingu á fylgi við nýja tíma. Andri Snær mældist með 10,7 prósenta fylgi.

„Það er ljóst að 80 prósent landsmanna vilja nýja tíma,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi.

Alls myndu um 69 prósent kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni. Davíð Oddsson, sem kemst næst á eftir Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka og fylgir Andri Snær fast á hæla Davíðs.

Andri Snær segist nú þurfa að spýta í lófana. „Þessar tölur hafa engin áhrif á framboðið. Við þurfum bara að spíta í lófana og halda áfram.“

Aðspurður segist hann ekki ætla að draga neitt í land. „Kosningar snúast um skoðanaskipti og að bjóða fólki upp á mismunandi framtíðarsýn. Það er grundvöllur lýðræðisins. Lýðræði snýst ekki um það að tveimur mánuðum fyrir kosningar dragi sig allir í land og einn verði sjálfkjörinn. Það er ekki hugmyndin. Í kosningasögunni höfum við oft séð menn fara upp í 60 til 70 prósent á ákveðnum tímapunkti,“ segir Andri Snær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×