Tvöfaldur íslenskur sigur í undankeppni heimsleikana í krossfit | Fjögur fóru áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 14:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Daníel Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega í undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana í krossfit sem fara fram i Bandaríkjunum í sumar. Undankeppnin fór fram um helgina í Madríd á Spáni og stóð Íslendingur uppi sem sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Enginn stóð sig betur en þau Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem sýndu að þau eru í frábæru formi og klár í að gera enn betur á heimsleikunum en í fyrra þegar þau komust bæði á pall, Ragnheiður Sara varð þá önnur en Björgvin Karl þriðji.Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokknum eftir harða baráttu við löndu sína Annie Mist Þórisdóttur. Ragnheiður Sara fékk á endanum 650 stig eða aðeins 10 stigum meira en Annie Mist. Þuríður Erla Helgadóttir varð síðan í fimmta sæti með 551 stig og var næstum því hundrað stigum á undan þeirri í sjötta sæti. Fimm efstu tryggðu sér allar sæti á Heimsleikunum í Kaliforníu sem fara fram seinna í sumar. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í fyrra eftir mikla baráttu við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en Annie Mist hefur unnið þá tvisvar sinnum og er sú eina sem hefur afrekað það. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann tvær af greinunum sjö, varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í tveimur síðustu. Sara vann inn á topp þrjú í sex af sjö greinum. Annie Mist Þórisdóttir vann eina grein, varð í öðru sæti í þremur greinum og í þriðja sæti í tveimur greinum. Þær tvær voru meðal efstu þriggja í sex af sjö greinum keppninnar sem er mögnuð staðreynd. Þuríður Erla Helgadóttir vann síðan eina grein sem þýðir að íslensku stelpurnar unnu fjórar af sjö greinum mótsins þar af voru þær í efstu tveimur sætunum í fyrstu þremur greinunum. Kristin Holte sem varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni vann eina grein og Samantha Briggs, sem varð fjórða, vann tvær greinar.Björgvin Karl Guðmundsson vann sannfærandi sigur í karlaflokki en hann fékk 528 stig eða 73 stigum meira en næsti maður. Sigurður Hafsteinn Jónsson varð í 11. sæti með 326 stig. Björgvin Karl gaf tóninn með því að vinna fyrstu tvær greinarnar en hann varð síðan í öðru sæti í tveimur greinum og í þriðja sæti í einni grein.Five women have qualified for the Games:1. Sara Sigmundsdottir2. Annie Thorisdottir3. Kristin Holte4. Sam Briggs5. Thuridur Helgadottir— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Five men have qualified for the Games:1. Bjorgvin Gudmundsson2. Lukas Esslinger3. Jonne Koski4. Adrian Mundwiler5. Lukas Högberg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Congratulations all around for the final finishers #CrossFitGames https://t.co/2iDgjSWp0O— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Rory interviewing the winner of the Meridian Regional. #CrossFitGames pic.twitter.com/qnA11ssfdn— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Sam, Sara and Annie all cross the line within moments in the final event #CrossFitGames https://t.co/V0mzphr3QM— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Former Games Champion Annie Thorisdottir, 2nd place at Meridian Regional, only 10 points behind Sara. #CrossFitGames pic.twitter.com/L8zIOUxDAg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega í undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana í krossfit sem fara fram i Bandaríkjunum í sumar. Undankeppnin fór fram um helgina í Madríd á Spáni og stóð Íslendingur uppi sem sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Enginn stóð sig betur en þau Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem sýndu að þau eru í frábæru formi og klár í að gera enn betur á heimsleikunum en í fyrra þegar þau komust bæði á pall, Ragnheiður Sara varð þá önnur en Björgvin Karl þriðji.Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokknum eftir harða baráttu við löndu sína Annie Mist Þórisdóttur. Ragnheiður Sara fékk á endanum 650 stig eða aðeins 10 stigum meira en Annie Mist. Þuríður Erla Helgadóttir varð síðan í fimmta sæti með 551 stig og var næstum því hundrað stigum á undan þeirri í sjötta sæti. Fimm efstu tryggðu sér allar sæti á Heimsleikunum í Kaliforníu sem fara fram seinna í sumar. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í fyrra eftir mikla baráttu við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en Annie Mist hefur unnið þá tvisvar sinnum og er sú eina sem hefur afrekað það. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann tvær af greinunum sjö, varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í tveimur síðustu. Sara vann inn á topp þrjú í sex af sjö greinum. Annie Mist Þórisdóttir vann eina grein, varð í öðru sæti í þremur greinum og í þriðja sæti í tveimur greinum. Þær tvær voru meðal efstu þriggja í sex af sjö greinum keppninnar sem er mögnuð staðreynd. Þuríður Erla Helgadóttir vann síðan eina grein sem þýðir að íslensku stelpurnar unnu fjórar af sjö greinum mótsins þar af voru þær í efstu tveimur sætunum í fyrstu þremur greinunum. Kristin Holte sem varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni vann eina grein og Samantha Briggs, sem varð fjórða, vann tvær greinar.Björgvin Karl Guðmundsson vann sannfærandi sigur í karlaflokki en hann fékk 528 stig eða 73 stigum meira en næsti maður. Sigurður Hafsteinn Jónsson varð í 11. sæti með 326 stig. Björgvin Karl gaf tóninn með því að vinna fyrstu tvær greinarnar en hann varð síðan í öðru sæti í tveimur greinum og í þriðja sæti í einni grein.Five women have qualified for the Games:1. Sara Sigmundsdottir2. Annie Thorisdottir3. Kristin Holte4. Sam Briggs5. Thuridur Helgadottir— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Five men have qualified for the Games:1. Bjorgvin Gudmundsson2. Lukas Esslinger3. Jonne Koski4. Adrian Mundwiler5. Lukas Högberg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Congratulations all around for the final finishers #CrossFitGames https://t.co/2iDgjSWp0O— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Rory interviewing the winner of the Meridian Regional. #CrossFitGames pic.twitter.com/qnA11ssfdn— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Sam, Sara and Annie all cross the line within moments in the final event #CrossFitGames https://t.co/V0mzphr3QM— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Former Games Champion Annie Thorisdottir, 2nd place at Meridian Regional, only 10 points behind Sara. #CrossFitGames pic.twitter.com/L8zIOUxDAg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira