Zlatan Ibrahimovic spilar síðasta landsleikinn sinn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 21:57 Zlatan Ibrahimovic kveður ekki bara PSG í sumar. Vísir/Getty Það eru stór tímamót hjá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í sumar en ekki bara þegar kemur að félagsskiptum hans frá Paris-Saint Germain heldur einnig að þeim málum sem snúa að sænska landsliðinu. Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa frönsku meistarana í Paris Saint-Germain eftir fjögur mögnuð tímabil og er sterklega orðaður við Manchester United. Zlatan Ibrahimovic vildi ekki staðfesta neitt um hvert hann væri að fara á blaðamannfundi með sænska landsliðinu í dag en sænska blaðið Dagens Nyheter segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir því að Zlatan ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu eftir EM. Svíar spilar tvo vináttuleiki á heimavelli fyrir EM og leikirnir við Slóveníu og Wales verða því tveir síðustu landsleikir Zlatan Ibrahimovic á sænskri grundu. Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins og hefur skorað 62 mörk í 112 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2001 en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á stórmóti með landsliðinu og það gerðist á EM 2004, fyrir tólf árum síðan. Zlatan Ibrahimovic kemur inn á EM í frábæru formi en hefur skorað 50 mörk í 51 leik með Paris-Saint Germain í öllum keppnum á tímabilinu þar af 38 mörk í 31 leik í frönsku deildinni þar sem hann skoraði heilum 17 mörkum fleiri en næstmarkahæsti maður. Zlatan Ibrahimovic verður 35 ára í október og því að verða 37 ára þegar HM í Rússlandi fer fram 2018. Svíar komust á EM í gegnum umspilið þökk sé þremur mörkum frá Zlatan í tveimur leikjum á móti Dönum. Það gæti orðið erfitt fyrir Svía að komast til Rússlands því Svíþjóð er þar í erfiðum riðli með Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Zlatan ætlar því að reyna að hætta á toppnum með því að ná besta árangri sænska landsliðsins á stórmóti í langan tíma. Það hefur verið umræða í gangi í Svíþjóð um möguleikann á því að Zlatan Ibrahimovic spili með Svíþjóð á ÓL í Ríó en blaðamanni Dagens Nyheter finnst það mjög ólöglegt. Zlatan Ibrahimovic verður þá væntanlega orðinn leikmaður Manchester United og upptekinn við að vinna sér sæti í byrjunarliði Manchester United. Svíar eru í riðli með Ítölum, Írum og Belgum á EM í Frakklandi og fyrsti leikur liðsins er á móti Írland í París 13. júní. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00 Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00 Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Það eru stór tímamót hjá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í sumar en ekki bara þegar kemur að félagsskiptum hans frá Paris-Saint Germain heldur einnig að þeim málum sem snúa að sænska landsliðinu. Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa frönsku meistarana í Paris Saint-Germain eftir fjögur mögnuð tímabil og er sterklega orðaður við Manchester United. Zlatan Ibrahimovic vildi ekki staðfesta neitt um hvert hann væri að fara á blaðamannfundi með sænska landsliðinu í dag en sænska blaðið Dagens Nyheter segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir því að Zlatan ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu eftir EM. Svíar spilar tvo vináttuleiki á heimavelli fyrir EM og leikirnir við Slóveníu og Wales verða því tveir síðustu landsleikir Zlatan Ibrahimovic á sænskri grundu. Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins og hefur skorað 62 mörk í 112 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2001 en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á stórmóti með landsliðinu og það gerðist á EM 2004, fyrir tólf árum síðan. Zlatan Ibrahimovic kemur inn á EM í frábæru formi en hefur skorað 50 mörk í 51 leik með Paris-Saint Germain í öllum keppnum á tímabilinu þar af 38 mörk í 31 leik í frönsku deildinni þar sem hann skoraði heilum 17 mörkum fleiri en næstmarkahæsti maður. Zlatan Ibrahimovic verður 35 ára í október og því að verða 37 ára þegar HM í Rússlandi fer fram 2018. Svíar komust á EM í gegnum umspilið þökk sé þremur mörkum frá Zlatan í tveimur leikjum á móti Dönum. Það gæti orðið erfitt fyrir Svía að komast til Rússlands því Svíþjóð er þar í erfiðum riðli með Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Zlatan ætlar því að reyna að hætta á toppnum með því að ná besta árangri sænska landsliðsins á stórmóti í langan tíma. Það hefur verið umræða í gangi í Svíþjóð um möguleikann á því að Zlatan Ibrahimovic spili með Svíþjóð á ÓL í Ríó en blaðamanni Dagens Nyheter finnst það mjög ólöglegt. Zlatan Ibrahimovic verður þá væntanlega orðinn leikmaður Manchester United og upptekinn við að vinna sér sæti í byrjunarliði Manchester United. Svíar eru í riðli með Ítölum, Írum og Belgum á EM í Frakklandi og fyrsti leikur liðsins er á móti Írland í París 13. júní.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00 Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00 Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30
PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00
Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00
Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00