Eru nýliðar á EM eins og Ísland en hafa ekki tapað leik í meira en eitt ár | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 20:54 Kyle Lafferty fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Norður-Írland er á leiðinni á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi í næsta mánuði en þeir eru nýliðar á EM í Frakklandi eins og við Íslendingar. Norður-írska liðið er greinilega í góðum gír þessa dagana. Norður-Írar unnu 3-0 sigur á Hvít-Rússum í kvöld í vináttulandsleik á heimavelli sínum Windsor Park í Belfast. Kyle Lafferty kom Norður-Írum í 1-0 eftir aðeins 6. mínútna leik en þetta var hans fimmtugasti landsleikur. Conor Washington bætti við öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir mikil varnarmistök markvarðar Hvít-Rússa, Andrey Gorbunov, en Washington þurfti bara að senda boltann í tómt markið. Will Grigg skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum fyrir leikslok. Norður-Írar hafa nú spilað tíu leiki í röð án þess að tapa en síðasti tapleikur liðsins kom á móti Skotum 25. mars 2015.England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður.Shane Long kom Írum yfir á móti Hollandi en Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendinga aðeins fimm mínútum fyrir leikslok.Adam Nemec skoraði tvö mörk fyrir Slóvakíu í 3-1 sigri á Georgíu í kvöld en þriðja markið skoraði Adam Zreľák.Sex Tékkar komust á blað þegar Tékkland vann 6-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik í kvöld eða þeir Jaroslav Plasil, Milan Skoda, Roman Hubník, David Lafata, Tomás Necid og Patrik Schick.Andrej Kramarić skoraði sigurmark Króatíu í vináttulandsleik á móti Moldavíu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Norður-Írland er á leiðinni á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi í næsta mánuði en þeir eru nýliðar á EM í Frakklandi eins og við Íslendingar. Norður-írska liðið er greinilega í góðum gír þessa dagana. Norður-Írar unnu 3-0 sigur á Hvít-Rússum í kvöld í vináttulandsleik á heimavelli sínum Windsor Park í Belfast. Kyle Lafferty kom Norður-Írum í 1-0 eftir aðeins 6. mínútna leik en þetta var hans fimmtugasti landsleikur. Conor Washington bætti við öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir mikil varnarmistök markvarðar Hvít-Rússa, Andrey Gorbunov, en Washington þurfti bara að senda boltann í tómt markið. Will Grigg skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum fyrir leikslok. Norður-Írar hafa nú spilað tíu leiki í röð án þess að tapa en síðasti tapleikur liðsins kom á móti Skotum 25. mars 2015.England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður.Shane Long kom Írum yfir á móti Hollandi en Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendinga aðeins fimm mínútum fyrir leikslok.Adam Nemec skoraði tvö mörk fyrir Slóvakíu í 3-1 sigri á Georgíu í kvöld en þriðja markið skoraði Adam Zreľák.Sex Tékkar komust á blað þegar Tékkland vann 6-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik í kvöld eða þeir Jaroslav Plasil, Milan Skoda, Roman Hubník, David Lafata, Tomás Necid og Patrik Schick.Andrej Kramarić skoraði sigurmark Króatíu í vináttulandsleik á móti Moldavíu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira