Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2016 21:14 Í forsetakappræðunum á Stöð 2 í kvöld voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu verið í stjórnmálaflokki. Halla Tómasdóttir svaraði því til að hún hefði 16 ára gömul verið í ungliðahreyfingu sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en að öðru leyti ekki tengst slíku starfi. Andri Snær Magnason sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en hann hefði þó tengst umhverfisverndarsamtökum og félögum sem fást við nýsköpun. Guðni Th. Jóhannesson sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í umræðuna og sagði flokksskírteini ekki segja alla söguna. „Fólkið sér hvar þú ert í flokki,“ sagði Davíð Oddsson sem beindi síðan orðum sínum að Guðna Th. „Við sáum í greiningu síðustu könnunar að nánast allir Samfylkingarmenn styðja Guðna og það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð. Þorbjörn Þórðarson, annar af þáttastjórnendum, benti Davíð á að samfylkingin mælist með átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum en 65 prósent segjast ætla að kjósa Guðna. Þá var Davíð bent á að mjög margir sjálfstæðismenn styðji Guðna, sem og framsóknarmenn og Píratar. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig. Ég get þrasað við aðra hérna,“ sagði Davíð við Þorbjörn. Í nýjustu könnun MMR til forsetaframbjóðenda voru þeir sem tóku afstöðu spurðir út í stuðning við flokka. 81,8 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna ætla að kjósa Guðna Th., 40,2 prósent þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 45,1 prósent Framsóknarflokkinn, 76,2 prósent Vinstri græn, 67,6 prósent Bjarta framtíð og 64,8 prósent Pírata. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild hér fyrir neðan:MMRÞær má einnig sjá á vef MMR hér. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Í forsetakappræðunum á Stöð 2 í kvöld voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu verið í stjórnmálaflokki. Halla Tómasdóttir svaraði því til að hún hefði 16 ára gömul verið í ungliðahreyfingu sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en að öðru leyti ekki tengst slíku starfi. Andri Snær Magnason sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en hann hefði þó tengst umhverfisverndarsamtökum og félögum sem fást við nýsköpun. Guðni Th. Jóhannesson sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í umræðuna og sagði flokksskírteini ekki segja alla söguna. „Fólkið sér hvar þú ert í flokki,“ sagði Davíð Oddsson sem beindi síðan orðum sínum að Guðna Th. „Við sáum í greiningu síðustu könnunar að nánast allir Samfylkingarmenn styðja Guðna og það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð. Þorbjörn Þórðarson, annar af þáttastjórnendum, benti Davíð á að samfylkingin mælist með átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum en 65 prósent segjast ætla að kjósa Guðna. Þá var Davíð bent á að mjög margir sjálfstæðismenn styðji Guðna, sem og framsóknarmenn og Píratar. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig. Ég get þrasað við aðra hérna,“ sagði Davíð við Þorbjörn. Í nýjustu könnun MMR til forsetaframbjóðenda voru þeir sem tóku afstöðu spurðir út í stuðning við flokka. 81,8 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna ætla að kjósa Guðna Th., 40,2 prósent þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 45,1 prósent Framsóknarflokkinn, 76,2 prósent Vinstri græn, 67,6 prósent Bjarta framtíð og 64,8 prósent Pírata. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild hér fyrir neðan:MMRÞær má einnig sjá á vef MMR hér.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30
Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05
Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57