Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 10:13 Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. Samsett Tvær konur voru handteknar um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli eftir að þær reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda sem um borð voru. Samkvæmt heimildum Vísis eru konurnar meðlimir í samtökunum No Borders og voru þær að mótmæla því að verið værið að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en samtökin telja brottvísun hans ólöglega.Sjá einnig: Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum þar sem konurnar tvær grátbiðja farþega vélarinnar að standa upp til þess að koma megi í veg fyrir að vélin taki í loftið, og þar með að fresta brottvísun Okafor. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan. „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur og að við trúum á mannréttindi,“ heyrist svo áður en að flugfreyja krefst þess að konurnar setjist niður svo að flugvélin geti tekið á loft. Svo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni.Blaðamaður mbl.is var um borð í vélinni og greinir frá því að flugstjóri vélarinnar hafi sagt lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni. Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Vélin hélt svo sína leið til Stokkhólms klukkan 09.50 eftir að búið var að handtaka og fjarlægja konurnar tvær úr vélinni.Mótmæltu brottvísun Okafor í gærOkafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni og var Okafor sendur aftur til Svíþjóðar í dag. Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tvær konur voru handteknar um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli eftir að þær reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda sem um borð voru. Samkvæmt heimildum Vísis eru konurnar meðlimir í samtökunum No Borders og voru þær að mótmæla því að verið værið að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en samtökin telja brottvísun hans ólöglega.Sjá einnig: Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum þar sem konurnar tvær grátbiðja farþega vélarinnar að standa upp til þess að koma megi í veg fyrir að vélin taki í loftið, og þar með að fresta brottvísun Okafor. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan. „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur og að við trúum á mannréttindi,“ heyrist svo áður en að flugfreyja krefst þess að konurnar setjist niður svo að flugvélin geti tekið á loft. Svo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni.Blaðamaður mbl.is var um borð í vélinni og greinir frá því að flugstjóri vélarinnar hafi sagt lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni. Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Vélin hélt svo sína leið til Stokkhólms klukkan 09.50 eftir að búið var að handtaka og fjarlægja konurnar tvær úr vélinni.Mótmæltu brottvísun Okafor í gærOkafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni og var Okafor sendur aftur til Svíþjóðar í dag. Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11