EM farar meðal keppenda á JJ-móti Ármanns í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 15:36 Hafdís Sigurðardóttir úr UFA. Vísir/Daníel Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld. Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar. Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt. Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein. Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi. En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust. Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu. Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld. Annar öflugur keppandi Guðni Valur Guðnason úr ÍR mun kasta kringlu klukkan 17:30 í dag á JJ-mótinu, en þau tvö verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Amsterdam í byrjun júlí í sumar. Auk þeirra hafa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH, allar tryggt sér keppnisrétt. Fresturinn til þess að ná lágmarki á EM er hvergi nærri liðinni en íþróttamenn hafa tækifæri til 26. júní. Það er ljóst að nokkrir af keppendum dagsins horfa löngunaraugum á lágmörk í sinni grein. Þar á meðal eru Ólympíufarinn og ÍR-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi í kvöld klukkan 18:00, liðsfélagi hans Guðmundur Sverrisson sem kastar spjóti klukkan 19:00 og Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir í 100m hlaupi klukkan 18:45, þó Kolbeinn horfi nú væntanlega helst til EM lágmarks í sinni sterkustu grein 400m hlaupi. En það verða ekki bara EM farar í Laugardalnum í kvöld því heimsmethafinn í spjótkasti í flokki F42 Helgi Sveinsson Ármanni meðal keppenda í sinni grein en mótið er hluti af undirbúningi Helga fyrir Ólympíumótið í Ríó í haust. Auk ofangreindra afreksmanna er fjöldi íþróttamanna á öllum aldri skráður til leiks. Á JJ-móti er nú keppt í flokkum 15 ára og yngri í nokkrum greinum. Eru þær greinar með þeim fjölmennustu en þó eru flestir skráðir til leiks í 100m hlaupi karla eða 20 karlar. Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks á mótinu. Aðgangur er ókeypis á Laugardalsvelli í dag. JJ-mót Ármanns er árlegt vormót Ármenninga sem nefnt er eftir Jóhanni Jóhannessyni sem var formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns í áratugi.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira