Vilja að 20% af efni Netflix sé evrópskt Sæunn Gísladóttir skrifar 25. maí 2016 13:35 Forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að að minnsta kosti tuttugu prósent af efni sem efnisveitur, til að mynda Netflix og Amazon Prime, bjóði verði framleitt innan ESB. Þannig myndu efnisveiturnar lúta svipuðum lögum og evrópskar sjónvarpsstöðvar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig sagt að efnið eigi að vera vel til sýnis á efnisveitunum. Hún vill meina að þetta muni hafa góð menningarleg áhrif. Margar efnisveitur sýna nú þegar mikið af efni frá breska ríkisútvarpinu BBC og lúta því nú þegar reglunum að einhverju marki. Núverandi reglur snúa að því að evrópskar sjónvarpsstöðvar þurfi að nota tuttugu prósent af framleiðslutekjum sínum í framleiðslu efnis í landinu sínu og að eyða fimmtíu prósent af dagskránni í að sýna evrópska þætti eða kvikmyndir. Ekki er gerð krafa um gæði efnis, því gætu Amazon og Netflix einfaldlega keypt helling af slæmum frönskum, spænskum eða ítölskum þáttum. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Þeir bendi hins vegar á að notendur sínir njóti evrópskrar dagskrá og því sýni þeir nú þegar mikið af evrópsku efni. Fyrsta serían sem Netflix framleiddi í Evrópu, Marseille, fór einnig nýlega í loftið. Forsvarsmenn Amazon hafa ekki tjáð sig um málið. Netflix Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að að minnsta kosti tuttugu prósent af efni sem efnisveitur, til að mynda Netflix og Amazon Prime, bjóði verði framleitt innan ESB. Þannig myndu efnisveiturnar lúta svipuðum lögum og evrópskar sjónvarpsstöðvar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig sagt að efnið eigi að vera vel til sýnis á efnisveitunum. Hún vill meina að þetta muni hafa góð menningarleg áhrif. Margar efnisveitur sýna nú þegar mikið af efni frá breska ríkisútvarpinu BBC og lúta því nú þegar reglunum að einhverju marki. Núverandi reglur snúa að því að evrópskar sjónvarpsstöðvar þurfi að nota tuttugu prósent af framleiðslutekjum sínum í framleiðslu efnis í landinu sínu og að eyða fimmtíu prósent af dagskránni í að sýna evrópska þætti eða kvikmyndir. Ekki er gerð krafa um gæði efnis, því gætu Amazon og Netflix einfaldlega keypt helling af slæmum frönskum, spænskum eða ítölskum þáttum. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Þeir bendi hins vegar á að notendur sínir njóti evrópskrar dagskrá og því sýni þeir nú þegar mikið af evrópsku efni. Fyrsta serían sem Netflix framleiddi í Evrópu, Marseille, fór einnig nýlega í loftið. Forsvarsmenn Amazon hafa ekki tjáð sig um málið.
Netflix Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira