Íslenska vorið 2016: upp rennur lýðræði fyrir okkur öll Cricket Keating og Susan Burgess skrifar 21. maí 2016 07:00 Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun