Litli drengurinn með Panama-skjölin Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 21. maí 2016 07:00 Ég er í hópi þeirra sem gref andlitið í hendurnar eða leita skjóls undir teppi þegar spennan í sjónvarpinu verður um of. Þegar vandræðin verða óyfirstíganleg stend ég upp úr sófanum og fer inn í eldhús. Þegar ég las draugabækurnar hennar Yrsu Sigurðar geymdi ég bækurnar á náttborði eiginmannsins. Mér fannst vissara að draugarnir væru þar. Í mörg ár stóð ég óttaslegin í sturtu eftir að hafa horft á kvikmynd þar sem köngulær féllu niður á höfuð söguhetjunnar þar sem hún þvoði á sér hárið. Auðvitað eru það síðan kvikmyndirnar sem hafa kennt manni að öll bílstæðahús eru lífsógnandi staðir og að óróar sem klingja í vindinum geta aldrei boðað annað en mikinn háska. Ég efaðist um eigin tilvist eftir að hafa séð kvikmyndina The Others, þar sem Nicole Kidman komst að því í lok myndar að það var hún sjálf sem var draugurinn. Hugsið ykkur.Ullarteppi dregið yfir höfuð Nú er ég að jafna mig á einni svona dramatískri senu sem ég sá í sjónvarpinu um daginn. Þegar ljóst var hvað var að gerast setti ég hendurnar fyrir andlitið en þegar á leið dró ég ullarteppið hægt yfir höfuðið til að dylja mér alfarið sýn. Í lokin var ég komin inn í eldhús. Þessi sjónvarpsþáttur hafði verið rækilega auglýstur og ég vissi vel að það var óveður í aðsigi. Stormurinn skall svo á með einfaldri spurningu: „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?" Auðvitað var það ekki spurningin eða syngjandi sænskur hreimurinn hjá Sven Bergman sem framkallaði dramatíkina. Það var svarið. Ég hef hugsað það síðan að sennilega hefði forsætisráðherra líka getað þegið ullarteppið, því ekki gat hann falið andlitið bak við hendurnar. Og í lokin gekk hann auðvitað inn í eldhús.Skattastreituröskun Panama-skjölin hafa opnað nýjan heim. Í þessari nýju heimsmynd eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu. Við erum aftur stórasta land í heimi. Og í anda þess þá tengist höfundur þessarar setningar nýju heimsmyndinni dálítið. Nýi heimurinn sem varð ljós snýst um skattasiðferði. Í þessum veruleika eru það lögmannsstofur á borð við Mossack Fonseca sem aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem glíma við skattastreituröskun. Við höfum sýnt þessari röskun skilning því enn er það þannig þegar rætt er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að kröfurnar takmarkast að mestu leyti við jafnlauna- og umhverfismál. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er nú samt sennilega hvað ríkust þegar kemur að sköttum. Sá þankagangur loðir enn við um skattinn, að skattakvíðaröskun bitni ekki á neinum sérstökum – sé brot án fórnarlambs. En auðvitað er það alls ekki þannig að það séu engin fórnarlömb. Þetta veit fólk auðvitað enda byggir Panama-vörnin alltaf á því sama, að þess hafi verið vandlega gætt að greiða alla skatta, meira að segja í þeim tilvikum þar sem þeir vissu ekki einu sinni af því að þeir ættu Panama reikning.Brot án fórnarlambs? Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag. Ástandið í Grikklandi stafar ekki eingöngu af lélegum ríkisrekstri, heldur mun frekar af því að skattar skila sér illa í ríkiskassann. Vanþróuð ríki ráða til sín sérfræðinga í smíði skattkerfa vegna þess að forsenda þess að samfélög geti byggst upp – að við getum rekið spítala, menntakerfi, byggt vegi og réttarkerfi – er að samfélagið greiði fyrir þessa þjónustu með sköttum. Ef einn gengur frá borði á veitingahúsinu þýðir það að hinir sem eftir sitja þurfa að greiða hærri reikning. Við erum rétt farin að horfast í augu við skattakvíða og skattastreitu sem samfélagsvandamál. Nú þarf að opna umræðuna og auka skilning á eðli og orsökum þessarar skattastreitu - og hvað það er sem hún raunverulega kostar samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í hópi þeirra sem gref andlitið í hendurnar eða leita skjóls undir teppi þegar spennan í sjónvarpinu verður um of. Þegar vandræðin verða óyfirstíganleg stend ég upp úr sófanum og fer inn í eldhús. Þegar ég las draugabækurnar hennar Yrsu Sigurðar geymdi ég bækurnar á náttborði eiginmannsins. Mér fannst vissara að draugarnir væru þar. Í mörg ár stóð ég óttaslegin í sturtu eftir að hafa horft á kvikmynd þar sem köngulær féllu niður á höfuð söguhetjunnar þar sem hún þvoði á sér hárið. Auðvitað eru það síðan kvikmyndirnar sem hafa kennt manni að öll bílstæðahús eru lífsógnandi staðir og að óróar sem klingja í vindinum geta aldrei boðað annað en mikinn háska. Ég efaðist um eigin tilvist eftir að hafa séð kvikmyndina The Others, þar sem Nicole Kidman komst að því í lok myndar að það var hún sjálf sem var draugurinn. Hugsið ykkur.Ullarteppi dregið yfir höfuð Nú er ég að jafna mig á einni svona dramatískri senu sem ég sá í sjónvarpinu um daginn. Þegar ljóst var hvað var að gerast setti ég hendurnar fyrir andlitið en þegar á leið dró ég ullarteppið hægt yfir höfuðið til að dylja mér alfarið sýn. Í lokin var ég komin inn í eldhús. Þessi sjónvarpsþáttur hafði verið rækilega auglýstur og ég vissi vel að það var óveður í aðsigi. Stormurinn skall svo á með einfaldri spurningu: „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?" Auðvitað var það ekki spurningin eða syngjandi sænskur hreimurinn hjá Sven Bergman sem framkallaði dramatíkina. Það var svarið. Ég hef hugsað það síðan að sennilega hefði forsætisráðherra líka getað þegið ullarteppið, því ekki gat hann falið andlitið bak við hendurnar. Og í lokin gekk hann auðvitað inn í eldhús.Skattastreituröskun Panama-skjölin hafa opnað nýjan heim. Í þessari nýju heimsmynd eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu. Við erum aftur stórasta land í heimi. Og í anda þess þá tengist höfundur þessarar setningar nýju heimsmyndinni dálítið. Nýi heimurinn sem varð ljós snýst um skattasiðferði. Í þessum veruleika eru það lögmannsstofur á borð við Mossack Fonseca sem aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem glíma við skattastreituröskun. Við höfum sýnt þessari röskun skilning því enn er það þannig þegar rætt er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að kröfurnar takmarkast að mestu leyti við jafnlauna- og umhverfismál. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er nú samt sennilega hvað ríkust þegar kemur að sköttum. Sá þankagangur loðir enn við um skattinn, að skattakvíðaröskun bitni ekki á neinum sérstökum – sé brot án fórnarlambs. En auðvitað er það alls ekki þannig að það séu engin fórnarlömb. Þetta veit fólk auðvitað enda byggir Panama-vörnin alltaf á því sama, að þess hafi verið vandlega gætt að greiða alla skatta, meira að segja í þeim tilvikum þar sem þeir vissu ekki einu sinni af því að þeir ættu Panama reikning.Brot án fórnarlambs? Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag. Ástandið í Grikklandi stafar ekki eingöngu af lélegum ríkisrekstri, heldur mun frekar af því að skattar skila sér illa í ríkiskassann. Vanþróuð ríki ráða til sín sérfræðinga í smíði skattkerfa vegna þess að forsenda þess að samfélög geti byggst upp – að við getum rekið spítala, menntakerfi, byggt vegi og réttarkerfi – er að samfélagið greiði fyrir þessa þjónustu með sköttum. Ef einn gengur frá borði á veitingahúsinu þýðir það að hinir sem eftir sitja þurfa að greiða hærri reikning. Við erum rétt farin að horfast í augu við skattakvíða og skattastreitu sem samfélagsvandamál. Nú þarf að opna umræðuna og auka skilning á eðli og orsökum þessarar skattastreitu - og hvað það er sem hún raunverulega kostar samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun