Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2016 19:35 Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Rætist áætlanir Vegagerðarinnar um endurbætur Vestfjarðavegar verður hann orðinn 60 kílómetrum styttri en Djúpvegur eftir átta ár. Vestfirðir verða í forgangi á næstu árum, samkvæmt samgönguáætlun, sem nú er í meðförum Alþingis, en Stöð 2 hefur í fréttaröð að undanförnu greint frá þeim vegarbótum sem þar eru áformaðar. Þar ber Dýrafjarðargöng hæst, sem fyrirhugað er að bjóða út í haust. Samhliða verður hafist handa við endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði. Þriðja stórverkefnið framundan er svo að leggja nýjan veg um Gufudalssveit en óvíst er hvort heimilt verður að fara um Teigsskóg. Það má í raun líta á þetta sem eitt heildstætt verkefni; að eyða fjórum verstu köflunum á Vestfjarðavegi. Þeir eru; Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og síðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þessa hindranir valda því að Djúpvegur er núna aðalleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, 455 kílómetra löng, þótt vesturleiðin sé í dag orðin styttri, en hún er 448 kílómetra löng, eftir síðustu endurbætur í Kjálkafirði og Kerlingarfirði. En vesturleiðin á eftir að styttast verulega á næstu árum; með Dýrafjarðargöngum um 27 kílómetra, með endurbótum á Dynjandisheiði um 5 kílómetra og, ef leyfi fæst til að fara um Teigsskóg og Þorskafjörð, næst 22 kílómetra stytting. Samtals er verið að áforma 54 kílómetra styttingu á næstu átta árum. Það þýðir að vesturleiðin færi niður í 394 kílómetra og yrði þar með 61 kílómetra styttri en Djúpvegur.Frá Ísafirði. Leiðin til Reykjavíkur um Djúp er nú 455 km. Vesturleiðin fer niður í 394 km á næstu átta árum, ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga.Vísir/PjeturÞað er hins vegar óvíst hvort vesturleiðin verði greiðfærari en Djúpleiðin um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, að því er fram kom í viðtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Áfram verða erfiðir kaflar á Vestfjarðavegi, eins og Klettsháls, og óvíst er hvernig nýr vegur um Dynjandisheiði mun reynast. Markmið vegarbótanna er þó ekki síður það að koma á heilsárstengingu milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða og að opna nýjan hring fyrir ferðamenn. Í því felast kannski stærstu tækifæri Vestfirðinga, að þar opnist hringleið sem verður fær nánast allt árið. „Þetta verður glæsilegur hringur þegar þessu lýkur,“ segir vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Rætist áætlanir Vegagerðarinnar um endurbætur Vestfjarðavegar verður hann orðinn 60 kílómetrum styttri en Djúpvegur eftir átta ár. Vestfirðir verða í forgangi á næstu árum, samkvæmt samgönguáætlun, sem nú er í meðförum Alþingis, en Stöð 2 hefur í fréttaröð að undanförnu greint frá þeim vegarbótum sem þar eru áformaðar. Þar ber Dýrafjarðargöng hæst, sem fyrirhugað er að bjóða út í haust. Samhliða verður hafist handa við endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði. Þriðja stórverkefnið framundan er svo að leggja nýjan veg um Gufudalssveit en óvíst er hvort heimilt verður að fara um Teigsskóg. Það má í raun líta á þetta sem eitt heildstætt verkefni; að eyða fjórum verstu köflunum á Vestfjarðavegi. Þeir eru; Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og síðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þessa hindranir valda því að Djúpvegur er núna aðalleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, 455 kílómetra löng, þótt vesturleiðin sé í dag orðin styttri, en hún er 448 kílómetra löng, eftir síðustu endurbætur í Kjálkafirði og Kerlingarfirði. En vesturleiðin á eftir að styttast verulega á næstu árum; með Dýrafjarðargöngum um 27 kílómetra, með endurbótum á Dynjandisheiði um 5 kílómetra og, ef leyfi fæst til að fara um Teigsskóg og Þorskafjörð, næst 22 kílómetra stytting. Samtals er verið að áforma 54 kílómetra styttingu á næstu átta árum. Það þýðir að vesturleiðin færi niður í 394 kílómetra og yrði þar með 61 kílómetra styttri en Djúpvegur.Frá Ísafirði. Leiðin til Reykjavíkur um Djúp er nú 455 km. Vesturleiðin fer niður í 394 km á næstu átta árum, ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga.Vísir/PjeturÞað er hins vegar óvíst hvort vesturleiðin verði greiðfærari en Djúpleiðin um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, að því er fram kom í viðtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Áfram verða erfiðir kaflar á Vestfjarðavegi, eins og Klettsháls, og óvíst er hvernig nýr vegur um Dynjandisheiði mun reynast. Markmið vegarbótanna er þó ekki síður það að koma á heilsárstengingu milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða og að opna nýjan hring fyrir ferðamenn. Í því felast kannski stærstu tækifæri Vestfirðinga, að þar opnist hringleið sem verður fær nánast allt árið. „Þetta verður glæsilegur hringur þegar þessu lýkur,“ segir vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45