Rannsókn lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2016 10:20 Hlín var handtekin í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði þar sem hún hugðist sækja átta milljónir króna. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25