Uppgangur Vinstri grænna er ekkert fagnaðarefni fyrir feður Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 30. maí 2016 14:51 Feðrum er vandi á höndum þegar þeir gera upp hug sinn við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálin eru almennt áhugalaus um mannréttindi þeirra eftir skilnað. Þótt mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu misserin varðandi umgengnismál og lífskjör umgengnisforeldra, ber lítið á stefnumótun stjórnmálaaflanna í málefnum þeirra. Er nærtækt að nefna að forsetaframbjóðendur leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og keppast við að kalla sjálfa sig femínista, en nefna hvergi þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi gagnvart fráskildum feðrum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi. Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra. Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra. Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð! Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum. Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar. Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Feðrum er vandi á höndum þegar þeir gera upp hug sinn við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálin eru almennt áhugalaus um mannréttindi þeirra eftir skilnað. Þótt mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu misserin varðandi umgengnismál og lífskjör umgengnisforeldra, ber lítið á stefnumótun stjórnmálaaflanna í málefnum þeirra. Er nærtækt að nefna að forsetaframbjóðendur leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og keppast við að kalla sjálfa sig femínista, en nefna hvergi þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi gagnvart fráskildum feðrum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi. Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra. Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra. Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð! Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum. Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar. Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar