Uppgangur Vinstri grænna er ekkert fagnaðarefni fyrir feður Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 30. maí 2016 14:51 Feðrum er vandi á höndum þegar þeir gera upp hug sinn við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálin eru almennt áhugalaus um mannréttindi þeirra eftir skilnað. Þótt mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu misserin varðandi umgengnismál og lífskjör umgengnisforeldra, ber lítið á stefnumótun stjórnmálaaflanna í málefnum þeirra. Er nærtækt að nefna að forsetaframbjóðendur leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og keppast við að kalla sjálfa sig femínista, en nefna hvergi þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi gagnvart fráskildum feðrum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi. Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra. Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra. Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð! Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum. Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar. Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Feðrum er vandi á höndum þegar þeir gera upp hug sinn við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálin eru almennt áhugalaus um mannréttindi þeirra eftir skilnað. Þótt mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu misserin varðandi umgengnismál og lífskjör umgengnisforeldra, ber lítið á stefnumótun stjórnmálaaflanna í málefnum þeirra. Er nærtækt að nefna að forsetaframbjóðendur leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og keppast við að kalla sjálfa sig femínista, en nefna hvergi þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi gagnvart fráskildum feðrum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi. Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra. Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra. Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð! Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum. Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar. Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun