Banna ætti bruna svartolíu við Ísland Svavar Hávarðsson skrifar 30. maí 2016 07:00 Háspennutengingum þarf að koma upp í stærstu höfnum sem taka á móti skemmtiferðaskipum – ríkið þarf að koma að slíku verkefni. vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld ættu í ljósi skuldbindinga samkvæmt nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna að taka alvarlega til skoðunar að lögfesta sjötta viðauka við Marpol-samninginn – alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum. Þar er fjallað um takmörkun á útblæstri, losun á sorpi og efnaúrgangi í sjó. Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, um útblástur og landtengingar skipa sem hann kynnti á fundi stjórnar 13. maí. Í ljósi samningsins verða Íslendingar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis um 350 til 400 þúsund tonn á næstu fimmtán árum en þetta verður ekki gert nema með verulegum fjárfestingum í rafmagni. Í þessu samhengi rekur Gísli tæknilegar lausnir við að koma á landtengingum skipa sem hægt er að koma á nú þegar og getur minnkað notkun á jarðefnaeldsneyti og dregið úr útblæstri.Gísli GíslasonÍ víðara samhengi segir Gísli að stærsta aðgerðin við að draga úr útblæstri skipa sé sjötti viðauki Marpol-samningsins – sem hefur skilað markverðum árangri innan sérstakra svæða (ECA) þar sem takmarkanir á útblæstri eru í gildi. Sífellt fleiri lönd hafa skoðað lögfestingu viðaukans og fyrir liggja hugmyndir um útvíkkun svæðanna með því að ný hafsvæði falli undir ákvæði hans. En hugmyndir um að ákvæðin gildi á hafsvæðinu við Ísland hafa ekki verið viðraðar, þó Ísland sé aðili Marpol-samningsins síðan 1985. Allir viðaukar samningsins utan þess sjötta hafa öðlast gildi hér. Gísli gerir að tillögu sinni að umhverfislögsaga Íslands verði gerð að ECA-svæði, þannig að skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla strangar reglur um efnainnihald eldsneytis. „Verndun umhverfislögsögu Íslands er gríðarlega mikilvægt verkefni til verndunar á lífríki sjávar við Ísland. Ferillinn er sá að Viðauki VI er fyrst innleiddur en hann leyfir í dag 3,5 prósent brennistein þ.e. svartolíu eins og hann er í dag. Um leið og hann hefur verið innleiddur er hægt að taka næsta skref, sem er að fá umhverfislögsögu Íslands (200 mílur) samþykkta sem ECA-svæði þar sem hæsta leyfilega magn brennisteins í eldsneyti er 0,1% (það sama og er leyfilegt í höfnum). Þetta þýðir að einungis megi nota skipagasolíu (Marine Gas Oil) eða vistvænt eldsneyti á svæðinu,“ skrifar Gísli og áréttar að verið sé að vinna gegn súrnun sjávar og að efnaúrgangur frá óhreinum eldsneytisbruna fari í hafið – sem er risavaxið hagsmunamál fyrir Ísland. „Lítil almenn umræða hefur átt sér stað um aðkomu Íslands að regluverki viðaukans sem myndi takmarka verulega eða banna notkun á svartolíu sem eldsneyti á skip, en áskilja að nota hreinna eldsneyti,“ bætir Gísli við. Minnisblaðið hefur verið sent Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, með fullum stuðningi stjórnar Faxaflóahafna.Auðvelt að uppfylla ströng skilyrði? Eimskip og Samskip uppfylla Viðauka VI við Marpol-samninginn, enda sigla skip félaganna innan ECA-svæða í Norður Evrópu að stórum hluta – en brenna svartolíu utan þeirra. Sama gildir um stór skemmtiferðaskip sem sigla frá Ameríku og Evrópu. Íslenski fiskiskipaflotinn brennir að mestu léttari skipaolíu (Marine diesel oil) þó einhver skip brenni svartolíu enn þá. Með endurnýjun skipaflotans er mjög horft til að skipin brenni eldsneyti sem uppfyllir Viðauka VI – t.d. á það við um öll nýjustu skip HB Granda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ættu í ljósi skuldbindinga samkvæmt nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna að taka alvarlega til skoðunar að lögfesta sjötta viðauka við Marpol-samninginn – alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum. Þar er fjallað um takmörkun á útblæstri, losun á sorpi og efnaúrgangi í sjó. Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, um útblástur og landtengingar skipa sem hann kynnti á fundi stjórnar 13. maí. Í ljósi samningsins verða Íslendingar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis um 350 til 400 þúsund tonn á næstu fimmtán árum en þetta verður ekki gert nema með verulegum fjárfestingum í rafmagni. Í þessu samhengi rekur Gísli tæknilegar lausnir við að koma á landtengingum skipa sem hægt er að koma á nú þegar og getur minnkað notkun á jarðefnaeldsneyti og dregið úr útblæstri.Gísli GíslasonÍ víðara samhengi segir Gísli að stærsta aðgerðin við að draga úr útblæstri skipa sé sjötti viðauki Marpol-samningsins – sem hefur skilað markverðum árangri innan sérstakra svæða (ECA) þar sem takmarkanir á útblæstri eru í gildi. Sífellt fleiri lönd hafa skoðað lögfestingu viðaukans og fyrir liggja hugmyndir um útvíkkun svæðanna með því að ný hafsvæði falli undir ákvæði hans. En hugmyndir um að ákvæðin gildi á hafsvæðinu við Ísland hafa ekki verið viðraðar, þó Ísland sé aðili Marpol-samningsins síðan 1985. Allir viðaukar samningsins utan þess sjötta hafa öðlast gildi hér. Gísli gerir að tillögu sinni að umhverfislögsaga Íslands verði gerð að ECA-svæði, þannig að skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla strangar reglur um efnainnihald eldsneytis. „Verndun umhverfislögsögu Íslands er gríðarlega mikilvægt verkefni til verndunar á lífríki sjávar við Ísland. Ferillinn er sá að Viðauki VI er fyrst innleiddur en hann leyfir í dag 3,5 prósent brennistein þ.e. svartolíu eins og hann er í dag. Um leið og hann hefur verið innleiddur er hægt að taka næsta skref, sem er að fá umhverfislögsögu Íslands (200 mílur) samþykkta sem ECA-svæði þar sem hæsta leyfilega magn brennisteins í eldsneyti er 0,1% (það sama og er leyfilegt í höfnum). Þetta þýðir að einungis megi nota skipagasolíu (Marine Gas Oil) eða vistvænt eldsneyti á svæðinu,“ skrifar Gísli og áréttar að verið sé að vinna gegn súrnun sjávar og að efnaúrgangur frá óhreinum eldsneytisbruna fari í hafið – sem er risavaxið hagsmunamál fyrir Ísland. „Lítil almenn umræða hefur átt sér stað um aðkomu Íslands að regluverki viðaukans sem myndi takmarka verulega eða banna notkun á svartolíu sem eldsneyti á skip, en áskilja að nota hreinna eldsneyti,“ bætir Gísli við. Minnisblaðið hefur verið sent Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, með fullum stuðningi stjórnar Faxaflóahafna.Auðvelt að uppfylla ströng skilyrði? Eimskip og Samskip uppfylla Viðauka VI við Marpol-samninginn, enda sigla skip félaganna innan ECA-svæða í Norður Evrópu að stórum hluta – en brenna svartolíu utan þeirra. Sama gildir um stór skemmtiferðaskip sem sigla frá Ameríku og Evrópu. Íslenski fiskiskipaflotinn brennir að mestu léttari skipaolíu (Marine diesel oil) þó einhver skip brenni svartolíu enn þá. Með endurnýjun skipaflotans er mjög horft til að skipin brenni eldsneyti sem uppfyllir Viðauka VI – t.d. á það við um öll nýjustu skip HB Granda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira