Dýr í neyð Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 06:00 Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um vergangsketti sem hafa týnst frá heimilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skilyrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þessum dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fundið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýraVerði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á ómerktum slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknishjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber einungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að auglýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangsköttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um vergangsketti sem hafa týnst frá heimilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skilyrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þessum dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fundið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýraVerði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á ómerktum slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknishjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber einungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að auglýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangsköttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun