Með ýmis réttindi þegar flugi seinkar Þórdís Valsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Flugrekendum ber að upplýsa farþega sína um réttindi þeirra ef til seinkana kemur. Fréttablaðið/Vilhelm Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til seinkana kemur, ef flug eru yfirbókuð eða þeim aflýst. Réttindin miðast við lengd flugs og lengd tafarinnar. Í Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega er kveðið á um ýmis lágmarksréttindi sem flugrekendur eiga að virða. Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, hefur vitneskja flugfarþega um réttindi sín farið sívaxandi. „Flugrekendur hafa ríka skyldu til að upplýsa farþega um réttindi sín,“ segir Þórhildur.Ef flugið sem um ræðir fellur undir EES-reglur eiga farþegar alltaf rétt á þjónustu hjá viðkomandi flugfélagi. Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Réttindin eru til staðar jafnvel þótt flugi sé frestað eða aflýst vegna orsaka sem teljast óviðráðanlegar, svo sem náttúruhamfara eða verkfalla. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum eftir atvikum. Ef flugi er aflýst geta farþegar átt rétt á því að fá flugfargjald sitt endurgreitt eða flugmiðanum breytt. Farþegar eiga einnig rétt á endurgreiðslu ef seinkun á flugi er orðin fimm klukkustundir eða meira. Upphæð skaðabóta vegna seinkana er frá 35 þúsund krónum, þegar um er að ræða flug sem er 1.500 km eða styttra, upp í 83 þúsund krónur þegar vegalengdin er yfir 3.500 km. Þó skal nefna að ef seinkun er ekki á ábyrgð flugfélagsins eru ekki líkur á því að farþegar eigi rétt á skaðabótum. „Til að kanna réttindi sín og mögulegar bætur eiga flugfarþegar að leita beint til þess flugrekanda sem þeir flugu með eða þjónustuaðila hans,“ segir Þórhildur og bætir við að ósáttir farþegar geti kvartað til Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til seinkana kemur, ef flug eru yfirbókuð eða þeim aflýst. Réttindin miðast við lengd flugs og lengd tafarinnar. Í Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega er kveðið á um ýmis lágmarksréttindi sem flugrekendur eiga að virða. Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, hefur vitneskja flugfarþega um réttindi sín farið sívaxandi. „Flugrekendur hafa ríka skyldu til að upplýsa farþega um réttindi sín,“ segir Þórhildur.Ef flugið sem um ræðir fellur undir EES-reglur eiga farþegar alltaf rétt á þjónustu hjá viðkomandi flugfélagi. Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Réttindin eru til staðar jafnvel þótt flugi sé frestað eða aflýst vegna orsaka sem teljast óviðráðanlegar, svo sem náttúruhamfara eða verkfalla. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum eftir atvikum. Ef flugi er aflýst geta farþegar átt rétt á því að fá flugfargjald sitt endurgreitt eða flugmiðanum breytt. Farþegar eiga einnig rétt á endurgreiðslu ef seinkun á flugi er orðin fimm klukkustundir eða meira. Upphæð skaðabóta vegna seinkana er frá 35 þúsund krónum, þegar um er að ræða flug sem er 1.500 km eða styttra, upp í 83 þúsund krónur þegar vegalengdin er yfir 3.500 km. Þó skal nefna að ef seinkun er ekki á ábyrgð flugfélagsins eru ekki líkur á því að farþegar eigi rétt á skaðabótum. „Til að kanna réttindi sín og mögulegar bætur eiga flugfarþegar að leita beint til þess flugrekanda sem þeir flugu með eða þjónustuaðila hans,“ segir Þórhildur og bætir við að ósáttir farþegar geti kvartað til Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira