Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2016 23:09 Myndin sýnir fyrirhugaða staðsetningu verksmiðjunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Silicor Materials, Skipulagsstofnunar og íslenska ríkisins í máli sem landeigenda í Hvalfirði gegn aðilunum. Deila aðila snýst um það hvort fyrirhuguð framkvæmd fyrirtækisins við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat.Sjá einnig:Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Silicor Materials stefnir að því að reisa um 100.000 fermetra verksmiðju á Grundartanga sem áætlað er að geti framleitt um 16.000 tonn af sólarkísil á ári hverju. Sólarkísilinn yrði síðar notaður til að smíða sólarrafhlöður. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni,“ sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars á þessu ári. Það hefur verið mat fyrirtækisins og Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að skaða sitt nánasta umhverfi en landeigendur í kring hafa ekki fallist á það.Sjá einnig:Vilja hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust „Krafan um frávísun í þessu máli var tilraun þessa fyrirtækis til að forðast það að svara fyrir þessa framkvæmd fyrir dómi. Sú tilraun mistókst. Hér er verið að byggja stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem mun framleiða áður óþekkt magn af hrámálm með byltingarkenndum nýjum aðferðum. Hér eru einstaklingar, bændur, og ferðaþjónustuaðilar, venjulegt fólk og fjölskyldur að leita réttar síns gagnvart tilrauna stóriðju í bakgarði sínum,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður við Vísi. Hún flutti málið fyrir hönd landeigenda. Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu í tveimur tilfellum. Annars vegar í tilfelli Kjósarhrepps þar sem ekki lágu fyrir gögn sem sýndu fram á eignarhald hreppsins á fasteignum sem gætu orðið fyrir áhrifum vegna verksmiðjunnar. Hitt tilvikið varðaði náttúruverndarfélagið Umhverfisvaktina við Hvalfjörð sem ekki var talið eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að auki kom félagið ekki að málinu við ákvörðun Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað var að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast á þessu ári og að hún yrði tilbúin árið 2018. Ljóst er að það mun dragast á langinn á meðan endanleg niðurstaða fæst um hvort nauðsynlegt sé að umhverfismat fari fram. Tengdar fréttir Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42 Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Silicor Materials, Skipulagsstofnunar og íslenska ríkisins í máli sem landeigenda í Hvalfirði gegn aðilunum. Deila aðila snýst um það hvort fyrirhuguð framkvæmd fyrirtækisins við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat.Sjá einnig:Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Silicor Materials stefnir að því að reisa um 100.000 fermetra verksmiðju á Grundartanga sem áætlað er að geti framleitt um 16.000 tonn af sólarkísil á ári hverju. Sólarkísilinn yrði síðar notaður til að smíða sólarrafhlöður. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni,“ sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars á þessu ári. Það hefur verið mat fyrirtækisins og Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að skaða sitt nánasta umhverfi en landeigendur í kring hafa ekki fallist á það.Sjá einnig:Vilja hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust „Krafan um frávísun í þessu máli var tilraun þessa fyrirtækis til að forðast það að svara fyrir þessa framkvæmd fyrir dómi. Sú tilraun mistókst. Hér er verið að byggja stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem mun framleiða áður óþekkt magn af hrámálm með byltingarkenndum nýjum aðferðum. Hér eru einstaklingar, bændur, og ferðaþjónustuaðilar, venjulegt fólk og fjölskyldur að leita réttar síns gagnvart tilrauna stóriðju í bakgarði sínum,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður við Vísi. Hún flutti málið fyrir hönd landeigenda. Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu í tveimur tilfellum. Annars vegar í tilfelli Kjósarhrepps þar sem ekki lágu fyrir gögn sem sýndu fram á eignarhald hreppsins á fasteignum sem gætu orðið fyrir áhrifum vegna verksmiðjunnar. Hitt tilvikið varðaði náttúruverndarfélagið Umhverfisvaktina við Hvalfjörð sem ekki var talið eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að auki kom félagið ekki að málinu við ákvörðun Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað var að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast á þessu ári og að hún yrði tilbúin árið 2018. Ljóst er að það mun dragast á langinn á meðan endanleg niðurstaða fæst um hvort nauðsynlegt sé að umhverfismat fari fram.
Tengdar fréttir Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42 Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35
Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16
Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30
Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08