Fótbolti

Lítið skorað í Copa América

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guerrero tryggði Perú sigur á Haítí.
Guerrero tryggði Perú sigur á Haítí. vísir/getty
Aðeins eitt mark var skorað í leikjunum þremur í Copa América, Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta, í gærkvöldi og í nótt.

Það gerði Paolo Guerrero í leik Perú og Haítí í Seattle. Framherjinn spilar aldrei betur en í Copa América en hann var markahæstur í keppninni 2011 og 2015.

Perúmenn eru því komnir með þrjú stig í B-riðli. Í hinum leiknum í riðlinum gerðu Brasilía og Ekvador markalaust jafntefli í Pasadena.

Marga sterka leikmenn vantar í lið Brasilíu, þ.á.m. Neymar sem fylgdist með leiknum uppi í stúku ásamt Justin Bieber og Jamie Foxx.

Þá gerðu Kosta Ríka og Paragvæ 0-0 jafntefli í A-riðli. Kólumbía vermir toppsætið í riðlinum eftir sigur á Bandaríkjunum í opnunarleik mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×