Forgangsröðum rétt og fjárfestum í öflugu heilbrigðiskerfi Kjartan Þór Ingason skrifar 3. júní 2016 11:55 Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun