Alþingi, ekki ríkisstjórnir, ráði þinglokum Ögmundur Jónasson skrifar 3. júní 2016 07:00 Auðvitað má spyrja sig hvort það geti nokkru sinni skaðað að boða til kosninga og hvort kosningar fyrr fremur en síðar hljóti ekki jafnan að vera til góðs. Nokkuð er gefandi fyrir þessa nálgun og rímar hún prýðilega við minn þankagang. En þessi lýðræðislega afstaða getur hæglega snúist upp í andhverfu sína, þannig að kosningar verði skipulagðar í samræmi við annarlega valdapólitíska hagsmuni. Stjórnmálafélag ályktaði í vikunni sem leið þess efnis að „óþolandi“ væri að ríkisstjórnin væri ekki búin að „setja niður dagsetningu fyrir kosningar í haust“ og var þess krafist að hún tilkynnti þegar í stað „ákvörðun sína“. Á þingi sagði síðan þingmaður úr stjórnarandstöðu að með því að vefengja að kosið verði í haust, væri grafið undan oddvitum ríkisstjórnarinnar sem verið hafi með yfirlýsingar í þessa veru.Hver á að ráða? Þetta tal vekur upp spurningar. Í sumum ríkjum er lengd kjörtímabils föst og óumbreytanleg. Dæmi þar um er Noregur. Þar er kjörtímabilið fjögur ár. Ef ekki eru forsendur fyrir meirihlutastjórn, verða menn að sætta sig við minnihlutastjórn, sem vissulega getur verið ágætur kostur. En lengd kjörtímabils ber að virða þar í landi. Í öðrum ríkjum er það í valdi ríkjandi stjórnvalda hvenær þing er rofið og efnt til kosninga, innan tímamarka kjörtímabilsins. Dæmi þar um er Bretland og Danmörk. Þar er forsætisráðherra í sjálfsvald sett hvenær hann rýfur þing – innan fjögurra ára í Danmörku, fimm ára í Bretlandi – og boðar til kosninga. Það gerir hann þegar honum þykir það best henta pólitískum hagsmunum sínum. Ísland er þarna á milli. Heimildin til að rjúfa þing er til staðar en hefðin er að þingið sitji þann tíma sem það var kosið til.Jákvætt lífsmark Aðstæður geta hins vegar skapast þar sem þessi hefð er rofin. Fram getur komið tillaga um vantraust og að efnt verði til kosninga hið bráðasta. Slík tillaga var borin upp í vor á Alþingi vegna Panama-skjalanna. Tillagan var felld en svo fór að forsætisráðherrann sagði af sér og brást þannig við mótmælum í þjóðfélaginu. Best hefði verið að ríkisstjórnin hefði öll farið. Þá hefðu kosningar verið sjálfgefnar. En hvað sem því líður, þá er það staðreynd að mótmæli utan og innan þings höfðu áhrif og er það í sjálfu sér ákveðinn pólitískur heilbrigðisvottur.Ríkisstjórn vill kaupa velvilja Nú fór hins vegar af stað atburðarás framan við og aftan við tjöldin. Ríkisstjórnin vildi kaupa sér meintan velvilja með því að flýta kosningum um tæpt ár og segist nú bundin af slíku loforði. En gagnvart hverjum? Og hvað veitir stjórnmálamönnum, hvort sem er í stjórnarmeirihluta eða stjórnarandstöðu á þingi, heimild til að makka með slíkt fyrir hönd þingmanna almennt? Hér gegnir allt öðru máli en eðlileg tillaga um vantraust og þingrof. Hér er líka allt annað uppi á teningnum en var í ársbyrjun 2009, þegar þáverandi ríkisstjórn var orðin óstarfhæf og meirihluti var myndaður um nýtt stjórnarmynstur við mjög óvenjulegar aðstæður.Skjálfandi á beinum En nú er haldið inn á nýja slóð; að pólitískir stundarhagsmunir séu látnir ráða lengd kjörtímabils. Þetta er breska og danska aðferðin nema hvað hér er þessi gata gengin ómarkvisst og með skjálfandi hnjám. Mörg þeirra sem ákafast krefjast þess að kjörtímabilið verði stytt, tala jafnframt fyrir nauðsyn prinsipfestu í stjórnmálalífinu. Fer þetta tvennt saman? Þurfum við ekki að hugsa þetta og sakar nokkuð að ræða þetta?Ráðherrar ákveði ekki hvenær kosið er Ef til vill ætti að kjósa til skemmri tíma en nú er gert, það gæti meira að segja verið ágætt ráð. En þá yrði líka lengd kjörtímabilsins í samræmi við það en réðist ekki af hagsmunatengdum pólitískum duttlungum þeirra sem fara með valdið. Með þessum línum vil ég hvetja til umræðu um þessi mál. Ég get ekki tekið undir með fyrrnefndu stjórnmálafélagi, sem krafðist þess að ráðherrar í ríkisstjórn ákveði þetta fyrir okkur! Lágmark er að koma fram með tillögu á þingi sem fái þar almenna og opna umræðu og síðan verði gengið til atkvæða þar sem flokkslínur yrðu látnar lönd og leið. Þar með myndum við forða okkur frá dönskum og breskum valdstjórnarósið og þá vonandi einnig nýjum íslenskum sið sem við fyrstu sýn orkar tvímælis og verðskuldar í það minnsta málefnalega umræðu. Mín meginniðurstaða er sú að Alþingi eigi að ráða, ekki ríkisstjórn!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Ögmundur Jónasson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Auðvitað má spyrja sig hvort það geti nokkru sinni skaðað að boða til kosninga og hvort kosningar fyrr fremur en síðar hljóti ekki jafnan að vera til góðs. Nokkuð er gefandi fyrir þessa nálgun og rímar hún prýðilega við minn þankagang. En þessi lýðræðislega afstaða getur hæglega snúist upp í andhverfu sína, þannig að kosningar verði skipulagðar í samræmi við annarlega valdapólitíska hagsmuni. Stjórnmálafélag ályktaði í vikunni sem leið þess efnis að „óþolandi“ væri að ríkisstjórnin væri ekki búin að „setja niður dagsetningu fyrir kosningar í haust“ og var þess krafist að hún tilkynnti þegar í stað „ákvörðun sína“. Á þingi sagði síðan þingmaður úr stjórnarandstöðu að með því að vefengja að kosið verði í haust, væri grafið undan oddvitum ríkisstjórnarinnar sem verið hafi með yfirlýsingar í þessa veru.Hver á að ráða? Þetta tal vekur upp spurningar. Í sumum ríkjum er lengd kjörtímabils föst og óumbreytanleg. Dæmi þar um er Noregur. Þar er kjörtímabilið fjögur ár. Ef ekki eru forsendur fyrir meirihlutastjórn, verða menn að sætta sig við minnihlutastjórn, sem vissulega getur verið ágætur kostur. En lengd kjörtímabils ber að virða þar í landi. Í öðrum ríkjum er það í valdi ríkjandi stjórnvalda hvenær þing er rofið og efnt til kosninga, innan tímamarka kjörtímabilsins. Dæmi þar um er Bretland og Danmörk. Þar er forsætisráðherra í sjálfsvald sett hvenær hann rýfur þing – innan fjögurra ára í Danmörku, fimm ára í Bretlandi – og boðar til kosninga. Það gerir hann þegar honum þykir það best henta pólitískum hagsmunum sínum. Ísland er þarna á milli. Heimildin til að rjúfa þing er til staðar en hefðin er að þingið sitji þann tíma sem það var kosið til.Jákvætt lífsmark Aðstæður geta hins vegar skapast þar sem þessi hefð er rofin. Fram getur komið tillaga um vantraust og að efnt verði til kosninga hið bráðasta. Slík tillaga var borin upp í vor á Alþingi vegna Panama-skjalanna. Tillagan var felld en svo fór að forsætisráðherrann sagði af sér og brást þannig við mótmælum í þjóðfélaginu. Best hefði verið að ríkisstjórnin hefði öll farið. Þá hefðu kosningar verið sjálfgefnar. En hvað sem því líður, þá er það staðreynd að mótmæli utan og innan þings höfðu áhrif og er það í sjálfu sér ákveðinn pólitískur heilbrigðisvottur.Ríkisstjórn vill kaupa velvilja Nú fór hins vegar af stað atburðarás framan við og aftan við tjöldin. Ríkisstjórnin vildi kaupa sér meintan velvilja með því að flýta kosningum um tæpt ár og segist nú bundin af slíku loforði. En gagnvart hverjum? Og hvað veitir stjórnmálamönnum, hvort sem er í stjórnarmeirihluta eða stjórnarandstöðu á þingi, heimild til að makka með slíkt fyrir hönd þingmanna almennt? Hér gegnir allt öðru máli en eðlileg tillaga um vantraust og þingrof. Hér er líka allt annað uppi á teningnum en var í ársbyrjun 2009, þegar þáverandi ríkisstjórn var orðin óstarfhæf og meirihluti var myndaður um nýtt stjórnarmynstur við mjög óvenjulegar aðstæður.Skjálfandi á beinum En nú er haldið inn á nýja slóð; að pólitískir stundarhagsmunir séu látnir ráða lengd kjörtímabils. Þetta er breska og danska aðferðin nema hvað hér er þessi gata gengin ómarkvisst og með skjálfandi hnjám. Mörg þeirra sem ákafast krefjast þess að kjörtímabilið verði stytt, tala jafnframt fyrir nauðsyn prinsipfestu í stjórnmálalífinu. Fer þetta tvennt saman? Þurfum við ekki að hugsa þetta og sakar nokkuð að ræða þetta?Ráðherrar ákveði ekki hvenær kosið er Ef til vill ætti að kjósa til skemmri tíma en nú er gert, það gæti meira að segja verið ágætt ráð. En þá yrði líka lengd kjörtímabilsins í samræmi við það en réðist ekki af hagsmunatengdum pólitískum duttlungum þeirra sem fara með valdið. Með þessum línum vil ég hvetja til umræðu um þessi mál. Ég get ekki tekið undir með fyrrnefndu stjórnmálafélagi, sem krafðist þess að ráðherrar í ríkisstjórn ákveði þetta fyrir okkur! Lágmark er að koma fram með tillögu á þingi sem fái þar almenna og opna umræðu og síðan verði gengið til atkvæða þar sem flokkslínur yrðu látnar lönd og leið. Þar með myndum við forða okkur frá dönskum og breskum valdstjórnarósið og þá vonandi einnig nýjum íslenskum sið sem við fyrstu sýn orkar tvímælis og verðskuldar í það minnsta málefnalega umræðu. Mín meginniðurstaða er sú að Alþingi eigi að ráða, ekki ríkisstjórn!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun