Chicharito sár út í Manchester United og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 17:45 Javier Hernandez fagnar marki í leik með Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito. Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira
Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito.
Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira