Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Hanna „Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“ Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira