WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2016 10:33 Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira