CCP ætlar að efla samstarfið við íslenska háskólasamfélagið Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Stefanía hefur undanfarið unnið fyrir CCP í Sjanghæ en ætlar nú að flytja til Íslands. vísir/Anton brink Stefanía G. Halldórsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi á næstunni, en Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flytur til Lundúna þar sem CCP er að setja upp nýja skrifstofu. Stefanía hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2010 en undanfarin tvö ár hefur hún stýrt verkefnum CCP í Sjanghæ í Kína. „Ég er yfirþróunarstjóri hjá CCP í Kína. Þar hef ég yfirumsjón með framleiðslu á öllum verkefnum innan stúdíósins og rek EVE Online í Kína,“ segir Stefanía. Hún segir að notendahópur EVE í Kína sé mátulega stór en leikurinn hefur verið rekinn þar frá árinu 2006. Staðan sem Stefanía er ráðin í hér á landi er ný hjá fyrirtækinu. Stefanía segir að fyrirtækið vilji efla skrifstofu sína hér og fjölmörg verkefni séu í farvatninu. „Við erum með tilraunaverkefni hér í gangi og mitt hlutverk verður að styðja við ný verkefni, styðja við samstarf við háskólana hér á Íslandi og fleiri aðila og styrkja starfsemina,“ segir hún. Stefanía segir að eitt af hlutverkum skrifstofunnar hér sé að þróa nýja leiki upp úr tilraunaverkefnum ásamt því að þróa EVE Online áfram. Saga fyrirtækisins hér spanni nítján ár og fyrirtækið hafi því mikla reynslu af því að þróa leiki og ekki síst að reka leiki á netinu. Þekktasti leikur CCP, EVE online, er orðinn þrettán ára. „Við ætlum að nýta þessa þekkingu til þess að búa til fleiri vörur. Það er allt of snemmt að segja til um hvaða leikir verða til úr þessu og hvernig þeir verða vegna þess að ég mun vinna þetta allt með fólki hér innanhúss,“ segir Stefanía. CCP er í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og Stefanía leggur áherslu á að því samstarfi verði haldið áfram. „Við erum búin að vera að vinna í því að styrkja þetta samstarf. Árið 2018 munum við flytja í Vatnsmýrina, nær Háskóla Íslands, og það er stefna okkar að vinna mjög vel með háskólasamfélaginu og styrkja það samstarf allt og ná til samfélagsins,“ segir Stefanía. Hún segir fyrirtækið leggja áherslu á að ráða vel menntað starfsfólk. Það sé þess vegna eitt af hlutverkum fyrirtækisins að eiga gott samstarf við háskólana. „Við leggjum eitthvað gott til og allir vinna saman,“ segir Stefanía. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stefanía G. Halldórsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi á næstunni, en Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flytur til Lundúna þar sem CCP er að setja upp nýja skrifstofu. Stefanía hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2010 en undanfarin tvö ár hefur hún stýrt verkefnum CCP í Sjanghæ í Kína. „Ég er yfirþróunarstjóri hjá CCP í Kína. Þar hef ég yfirumsjón með framleiðslu á öllum verkefnum innan stúdíósins og rek EVE Online í Kína,“ segir Stefanía. Hún segir að notendahópur EVE í Kína sé mátulega stór en leikurinn hefur verið rekinn þar frá árinu 2006. Staðan sem Stefanía er ráðin í hér á landi er ný hjá fyrirtækinu. Stefanía segir að fyrirtækið vilji efla skrifstofu sína hér og fjölmörg verkefni séu í farvatninu. „Við erum með tilraunaverkefni hér í gangi og mitt hlutverk verður að styðja við ný verkefni, styðja við samstarf við háskólana hér á Íslandi og fleiri aðila og styrkja starfsemina,“ segir hún. Stefanía segir að eitt af hlutverkum skrifstofunnar hér sé að þróa nýja leiki upp úr tilraunaverkefnum ásamt því að þróa EVE Online áfram. Saga fyrirtækisins hér spanni nítján ár og fyrirtækið hafi því mikla reynslu af því að þróa leiki og ekki síst að reka leiki á netinu. Þekktasti leikur CCP, EVE online, er orðinn þrettán ára. „Við ætlum að nýta þessa þekkingu til þess að búa til fleiri vörur. Það er allt of snemmt að segja til um hvaða leikir verða til úr þessu og hvernig þeir verða vegna þess að ég mun vinna þetta allt með fólki hér innanhúss,“ segir Stefanía. CCP er í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og Stefanía leggur áherslu á að því samstarfi verði haldið áfram. „Við erum búin að vera að vinna í því að styrkja þetta samstarf. Árið 2018 munum við flytja í Vatnsmýrina, nær Háskóla Íslands, og það er stefna okkar að vinna mjög vel með háskólasamfélaginu og styrkja það samstarf allt og ná til samfélagsins,“ segir Stefanía. Hún segir fyrirtækið leggja áherslu á að ráða vel menntað starfsfólk. Það sé þess vegna eitt af hlutverkum fyrirtækisins að eiga gott samstarf við háskólana. „Við leggjum eitthvað gott til og allir vinna saman,“ segir Stefanía. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira