Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Frakkland 16-30 | Aldrei möguleiki gegn Frökkum Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 1. júní 2016 22:15 Íslenska liðið komst ekkert áleiðis í kvöld. vísir/eyþór Frakkland átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Ísland að velli í undankeppni EM 2016 í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 16-30, franska liðinu í vil sem hefur unnið alla fimm leiki sína í riðli 7. Íslenska liðið er aftur á móti með tvö stig eftir einn sigur og fjögur töp. Ísland þarf að vinna Þýskaland í Stuttgart á sunnudaginn til að eiga möguleika á að komast í lokakeppni EM sem haldin verður í Svíþjóð í desember. Franska liðið er einfaldlega með sterkara lið en það íslenska og sýndi það í leiknum í kvöld. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur seig franska liðið fram úr um miðjan fyrri hálfleik og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Líkt og í fyrri fjórum leikjunum í undankeppninni var sóknarleikurinn Íslands stærsta vandamálið. Íslenska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 12 mínútum leiksins en aðeins þrjú það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Íslensku stelpunum gekk bölvanlega að koma skotum á markið en Amandine Leunaud í marki Frakka þurfti að glíma við helmingi færri skot en Íris Björk Símonardóttir í því íslenska í fyrri hálfleik. Franska vörnin var með allt á hreinu og sóknarmenn Íslands áttu nánast aldrei möguleika í stöðunni einn á einn. Þá sótti íslenska liðið ítrekað inn á miðjuna og línuspilið var lítið. Sólveig Lára Kjærnested minnkaði muninn í 4-5 þegar 12 mínútur voru liðnar af leiknum en Frakkar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu fimm marka forystu, 4-9. Þegar íslenska liðið komst til baka var varnarleikurinn ágætur en það gerðist ekki nógu oft. Franska liðið skoraði fimm mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik á móti aðeins einu hjá því íslenska. Staðan í hálfleik var 7-15, Frökkum í vil. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 10 marka forystu, 8-18, og þá voru úrslitin í raun ráðin. Franska liðið var með undirtökin það sem eftir lifði leiks og hélt því íslenska í þægilegri fjarlægð. Frakkar juku muninn jafnt og þétt og unnu að lokum 14 marka sigur, 16-30. Karen Knútsdóttir var sú eina með lífsmarki í íslensku sókninni og skoraði sjö af 16 mörkum liðsins. Aðrir útispilarar Íslands áttu einfaldlega ekki röð í frönsku varnarmennina sem höfðu ekki mikið fyrir hlutunum í kvöld. Varnarleikur Íslands var þokkalegur og Íris Björk og Berglind Íris Hansdóttir geta verið nokkuð sáttar við sína frammistöðu. Íris Björk varði 11 skot og Berglind sjö eftir að hún kom inn á í seinni hálfleik.Ágúst stýrir íslenska kvennalandsliðinu í síðasta sinn á sunnudaginn.vísir/eyþórÁgúst: Alltof margar sem spiluðu undir getu Ágúst Jóhannsson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í síðasta sinn á heimavelli þegar það tapaði stórt fyrir Frökkum í kvöld. Fjórtán mörkum munaði á liðunum en íslenska liðið átti aldrei möguleika í leiknum. „Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan líka. En því miður náðum við ekki að skapa okkur nógu mikið af hraðaupphlaupum upp úr þessum varnarleik,“ sagði Ágúst. „Í sóknarleiknum þurfum við framlag frá fleirum. Karen er afgerandi í sókninni og spilaði vel en við þurfum framlag frá fleiri leikmönnum. Það voru alltof margar sem spiluðu undir pari,“ bætti Ágúst við. Marga sterka leikmenn vantaði í íslenska liðið í kvöld og Ágúst segir það hafa haft sitt að segja. „Auðvitað sárvantar Ramune [Pekarskyte] og Rut [Jónsdóttur]. En það þýðir ekkert að væla yfir því, svona er staðan og við þurfum að byggja stelpurnar upp fyrir leikinn gegn Þýskalandi,“ sagði Ágúst sem var ósáttur við sóknarleikinn hjá íslenska liðinu í kvöld. „Við erum í vandræðum í stöðunni maður gegn manni og að koma boltanum á markið utan af velli. Það er áhyggjuefni og eitthvað sem við þurfum að laga fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Ágúst að lokum.Karen skoraði sjö af 16 mörkum Íslands í kvöld.vísir/eyþórKaren: Þurfum að leggja meira á okkur Karen Knútsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í handbolta skorti líkamsstyrk til að glíma við bestu lið heims. „Mér finnst ég alltaf segja það sama eftir leiki, sóknarleikurinn varð okkur að falli. Það er auðvelt að standa í vörn og berjast og markverðirnir okkar eru góðir en við þurfum meiri hraða og snerpu til að geta gert eitthvað í sókninni,“ sagði Karen eftir tapið fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í kvöld. „Við þurfum að draga menn í okkur og vinna stöðuna maður á móti manni en því miður erum við bara langt á eftir þar,“ bætti Karen við. Karenu finnst íslenska liðið hafa staðið í stað undanfarin ár og vill sjá breytingu þar á. „Við þurfum að fara að lyfta og hlaupa til að geta unnið svona þjóðir eins og Frakka og til að ná lengra. Við erum búnar að vera á sama stað í 2-3 ár, þetta er flatt og það er einhvern veginn ekkert að gerast hjá okkur,“ sagði Karen. Íslenska liðið komst á þrjú stórmót á skömmum tíma en nú eru fjögur ár liðin síðan það var síðast með í lokakeppni. „Auðvitað varð mikil breyting á liðinu og við misstum marga sterka leikmenn. Þetta tekur alveg tíma en það eru fjögur ár síðan við komust síðast á stórmót og það hefur kannski ekki verið mikil og markviss uppbygging í gangi. Við getum ekki endalaust afsakað okkur. Mér finnst við þurfa að leggja aðeins meira á okkur. „Okkur vantar því miður snerpu og styrk, eitthvað sem á að vera auðvelt að laga. Við erum með leikskilninginn og hæfileikana,“ sagði Karen. En finnst henni að Ísland þurfi fleiri leikmenn í atvinnumennsku erlendis? „Ekkert endilega. Það er ekki atvinnumannaumhverfi hérna en þær þurfa kannski að æfa meira. Við erum rosalega fáar sem erum að spila á móti leikmönnum sem æfa tvisvar á dag. Við þurfum kannski að vilja ná lengra, leggja meira á okkur, ég líka. Við allar, íslenska landsliðið, þurfum að vera í betra formi,“ sagði Karen að endingu.vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/ernir Íslenski handboltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Frakkland átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Ísland að velli í undankeppni EM 2016 í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 16-30, franska liðinu í vil sem hefur unnið alla fimm leiki sína í riðli 7. Íslenska liðið er aftur á móti með tvö stig eftir einn sigur og fjögur töp. Ísland þarf að vinna Þýskaland í Stuttgart á sunnudaginn til að eiga möguleika á að komast í lokakeppni EM sem haldin verður í Svíþjóð í desember. Franska liðið er einfaldlega með sterkara lið en það íslenska og sýndi það í leiknum í kvöld. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur seig franska liðið fram úr um miðjan fyrri hálfleik og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Líkt og í fyrri fjórum leikjunum í undankeppninni var sóknarleikurinn Íslands stærsta vandamálið. Íslenska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 12 mínútum leiksins en aðeins þrjú það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Íslensku stelpunum gekk bölvanlega að koma skotum á markið en Amandine Leunaud í marki Frakka þurfti að glíma við helmingi færri skot en Íris Björk Símonardóttir í því íslenska í fyrri hálfleik. Franska vörnin var með allt á hreinu og sóknarmenn Íslands áttu nánast aldrei möguleika í stöðunni einn á einn. Þá sótti íslenska liðið ítrekað inn á miðjuna og línuspilið var lítið. Sólveig Lára Kjærnested minnkaði muninn í 4-5 þegar 12 mínútur voru liðnar af leiknum en Frakkar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu fimm marka forystu, 4-9. Þegar íslenska liðið komst til baka var varnarleikurinn ágætur en það gerðist ekki nógu oft. Franska liðið skoraði fimm mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik á móti aðeins einu hjá því íslenska. Staðan í hálfleik var 7-15, Frökkum í vil. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 10 marka forystu, 8-18, og þá voru úrslitin í raun ráðin. Franska liðið var með undirtökin það sem eftir lifði leiks og hélt því íslenska í þægilegri fjarlægð. Frakkar juku muninn jafnt og þétt og unnu að lokum 14 marka sigur, 16-30. Karen Knútsdóttir var sú eina með lífsmarki í íslensku sókninni og skoraði sjö af 16 mörkum liðsins. Aðrir útispilarar Íslands áttu einfaldlega ekki röð í frönsku varnarmennina sem höfðu ekki mikið fyrir hlutunum í kvöld. Varnarleikur Íslands var þokkalegur og Íris Björk og Berglind Íris Hansdóttir geta verið nokkuð sáttar við sína frammistöðu. Íris Björk varði 11 skot og Berglind sjö eftir að hún kom inn á í seinni hálfleik.Ágúst stýrir íslenska kvennalandsliðinu í síðasta sinn á sunnudaginn.vísir/eyþórÁgúst: Alltof margar sem spiluðu undir getu Ágúst Jóhannsson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í síðasta sinn á heimavelli þegar það tapaði stórt fyrir Frökkum í kvöld. Fjórtán mörkum munaði á liðunum en íslenska liðið átti aldrei möguleika í leiknum. „Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan líka. En því miður náðum við ekki að skapa okkur nógu mikið af hraðaupphlaupum upp úr þessum varnarleik,“ sagði Ágúst. „Í sóknarleiknum þurfum við framlag frá fleirum. Karen er afgerandi í sókninni og spilaði vel en við þurfum framlag frá fleiri leikmönnum. Það voru alltof margar sem spiluðu undir pari,“ bætti Ágúst við. Marga sterka leikmenn vantaði í íslenska liðið í kvöld og Ágúst segir það hafa haft sitt að segja. „Auðvitað sárvantar Ramune [Pekarskyte] og Rut [Jónsdóttur]. En það þýðir ekkert að væla yfir því, svona er staðan og við þurfum að byggja stelpurnar upp fyrir leikinn gegn Þýskalandi,“ sagði Ágúst sem var ósáttur við sóknarleikinn hjá íslenska liðinu í kvöld. „Við erum í vandræðum í stöðunni maður gegn manni og að koma boltanum á markið utan af velli. Það er áhyggjuefni og eitthvað sem við þurfum að laga fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Ágúst að lokum.Karen skoraði sjö af 16 mörkum Íslands í kvöld.vísir/eyþórKaren: Þurfum að leggja meira á okkur Karen Knútsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í handbolta skorti líkamsstyrk til að glíma við bestu lið heims. „Mér finnst ég alltaf segja það sama eftir leiki, sóknarleikurinn varð okkur að falli. Það er auðvelt að standa í vörn og berjast og markverðirnir okkar eru góðir en við þurfum meiri hraða og snerpu til að geta gert eitthvað í sókninni,“ sagði Karen eftir tapið fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í kvöld. „Við þurfum að draga menn í okkur og vinna stöðuna maður á móti manni en því miður erum við bara langt á eftir þar,“ bætti Karen við. Karenu finnst íslenska liðið hafa staðið í stað undanfarin ár og vill sjá breytingu þar á. „Við þurfum að fara að lyfta og hlaupa til að geta unnið svona þjóðir eins og Frakka og til að ná lengra. Við erum búnar að vera á sama stað í 2-3 ár, þetta er flatt og það er einhvern veginn ekkert að gerast hjá okkur,“ sagði Karen. Íslenska liðið komst á þrjú stórmót á skömmum tíma en nú eru fjögur ár liðin síðan það var síðast með í lokakeppni. „Auðvitað varð mikil breyting á liðinu og við misstum marga sterka leikmenn. Þetta tekur alveg tíma en það eru fjögur ár síðan við komust síðast á stórmót og það hefur kannski ekki verið mikil og markviss uppbygging í gangi. Við getum ekki endalaust afsakað okkur. Mér finnst við þurfa að leggja aðeins meira á okkur. „Okkur vantar því miður snerpu og styrk, eitthvað sem á að vera auðvelt að laga. Við erum með leikskilninginn og hæfileikana,“ sagði Karen. En finnst henni að Ísland þurfi fleiri leikmenn í atvinnumennsku erlendis? „Ekkert endilega. Það er ekki atvinnumannaumhverfi hérna en þær þurfa kannski að æfa meira. Við erum rosalega fáar sem erum að spila á móti leikmönnum sem æfa tvisvar á dag. Við þurfum kannski að vilja ná lengra, leggja meira á okkur, ég líka. Við allar, íslenska landsliðið, þurfum að vera í betra formi,“ sagði Karen að endingu.vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/ernir
Íslenski handboltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira