Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2016 13:08 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði og forsetaframbjóðandi ræddi um þorskastríðin á málþingi í Háskóla Íslands í dag í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. Í fyrirlestri sínum ræddi Guðni um sameiginlegar minningar þjóðarinnar um átökin en hann hefur rannsakað þau árum saman og rætt við fjöldann allan af fólki sem meðal annars tók þátt í þeim. Niðurstöður rannsókna Guðna um þorskastríðin eru þær að sagan sem sögð er af þeim sé ýkt saga sigra, einingar og áhrifamáttar. Þær niðurstöður eru ekki í miklu samræmi við þær sameiginlegu minningar sem þjóðin hefur um átökin en í fyrirlestri sínum í dag vitnaði Guðni til dæmis í orð dóttur um móður sína sem man vel eftir þorskastríðunum, en dóttirin sat kúrs hjá Guðna um átökin árið 2013: „En mamma mín, ómenntuð sveitakona með miklar skoðanir og fædd 1941, svo hún man vel eftir þessu. Hún er alveg með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríðið.“ Guðni las þessi orð upp á fyrirlestri sínum í dag, líkt og hann gerði þegar hann hélt fyrirlestur um þorskastríðin, Icesave og ESB í Háskólanum á Bifröst árið 2013. Um þann fyrirlestur var fjallað í Morgunblaðinu í gær, meðal annars í Staksteinum, nafnlausum dálki á síðu 8 í blaðinu en þar eru Guðna eignuð ummælin um ómenntuðu sveitakonunana. „Ég vil árétta það að þarna er dóttir að tala um móður sína og lýsa henni sem andstöðu við unga fólkið sem hefur almennt minni áhuga á þorskastríðunum. Hins vegar þótti Morgunblaðinu sæma að herma þessi ummæli upp á mig,“ sagði Guðni og vísaði í umfjöllun blaðsins frá því í gær. Furðar sig á þögn Morgunblaðsins Þá vakti hann athygli á því að í Morgunblaði dagsins í dag er ekki fjallað um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. „Það er ekki stafkrókur um það í blaðinu í dag. Öðruvísi mér áður brá. Ég tók til dæmis virkan þátt í afmælisriti fyrir 10 árum,“ sagði Guðni sem einnig fjallaði um ummæli sem hann lét falla í sama fyrirlestri á Bifröst um „fávísan lýð“ og Vísir fjallaði um síðastliðinn mánudag. Hann sagði að þessa myndlíkingu hefði hann notað í umfjöllun sinni um þorskastríðin auk myndlíkingar um fræðimenn í fílabeinsturni. „Ég hef notað þá myndlíkingu að annars vegar standi fræðimenn í fílabeinsturni og þá á ég ekki við að þeir séu í turni úr fílabeini, og hins vegar fávís lýður. Þá á ég ekki við heimskt fólk,“ sagði Guðni og bætti við að með þessu ætti hann við að fræðimönnum þyki almenningur stundum tregur til að taka þeirra söguskoðun. Undir lok fyrirlestursins minnti Guðni síðan á að í heildarmyndinni í sögunni væru fínni drættir. „Ég vil að við getum rætt um þroskastríðin málefnalega og heiðarlega án þess að það snúið út úr og orð tekin úr samhengi. Það gerum við best með því að kenna söguna. [...] Vonandi náum við að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan,“ sagði Guðni og bætti við að það gæti síðan farið svo að hann yrði að kenna sögu þorskastríðanna í háskólanum á næsta ári. Fyrirlestur Guðna í heild sinni má sjá hér að neðan. Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15 Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði og forsetaframbjóðandi ræddi um þorskastríðin á málþingi í Háskóla Íslands í dag í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. Í fyrirlestri sínum ræddi Guðni um sameiginlegar minningar þjóðarinnar um átökin en hann hefur rannsakað þau árum saman og rætt við fjöldann allan af fólki sem meðal annars tók þátt í þeim. Niðurstöður rannsókna Guðna um þorskastríðin eru þær að sagan sem sögð er af þeim sé ýkt saga sigra, einingar og áhrifamáttar. Þær niðurstöður eru ekki í miklu samræmi við þær sameiginlegu minningar sem þjóðin hefur um átökin en í fyrirlestri sínum í dag vitnaði Guðni til dæmis í orð dóttur um móður sína sem man vel eftir þorskastríðunum, en dóttirin sat kúrs hjá Guðna um átökin árið 2013: „En mamma mín, ómenntuð sveitakona með miklar skoðanir og fædd 1941, svo hún man vel eftir þessu. Hún er alveg með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríðið.“ Guðni las þessi orð upp á fyrirlestri sínum í dag, líkt og hann gerði þegar hann hélt fyrirlestur um þorskastríðin, Icesave og ESB í Háskólanum á Bifröst árið 2013. Um þann fyrirlestur var fjallað í Morgunblaðinu í gær, meðal annars í Staksteinum, nafnlausum dálki á síðu 8 í blaðinu en þar eru Guðna eignuð ummælin um ómenntuðu sveitakonunana. „Ég vil árétta það að þarna er dóttir að tala um móður sína og lýsa henni sem andstöðu við unga fólkið sem hefur almennt minni áhuga á þorskastríðunum. Hins vegar þótti Morgunblaðinu sæma að herma þessi ummæli upp á mig,“ sagði Guðni og vísaði í umfjöllun blaðsins frá því í gær. Furðar sig á þögn Morgunblaðsins Þá vakti hann athygli á því að í Morgunblaði dagsins í dag er ekki fjallað um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. „Það er ekki stafkrókur um það í blaðinu í dag. Öðruvísi mér áður brá. Ég tók til dæmis virkan þátt í afmælisriti fyrir 10 árum,“ sagði Guðni sem einnig fjallaði um ummæli sem hann lét falla í sama fyrirlestri á Bifröst um „fávísan lýð“ og Vísir fjallaði um síðastliðinn mánudag. Hann sagði að þessa myndlíkingu hefði hann notað í umfjöllun sinni um þorskastríðin auk myndlíkingar um fræðimenn í fílabeinsturni. „Ég hef notað þá myndlíkingu að annars vegar standi fræðimenn í fílabeinsturni og þá á ég ekki við að þeir séu í turni úr fílabeini, og hins vegar fávís lýður. Þá á ég ekki við heimskt fólk,“ sagði Guðni og bætti við að með þessu ætti hann við að fræðimönnum þyki almenningur stundum tregur til að taka þeirra söguskoðun. Undir lok fyrirlestursins minnti Guðni síðan á að í heildarmyndinni í sögunni væru fínni drættir. „Ég vil að við getum rætt um þroskastríðin málefnalega og heiðarlega án þess að það snúið út úr og orð tekin úr samhengi. Það gerum við best með því að kenna söguna. [...] Vonandi náum við að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan,“ sagði Guðni og bætti við að það gæti síðan farið svo að hann yrði að kenna sögu þorskastríðanna í háskólanum á næsta ári. Fyrirlestur Guðna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15 Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15
Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34