Máttu ekki bjóða upp á félagslegt húsnæði Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 10:00 Samkvæmt lýsingu Íbúðalánasjóðs á eignasafninu eru 2/3 af eignunum í þéttbýli á suðvesturhorninu. Moody's telur að sala eignanna muni styrkja stöðu Íbúðalánasjóðs og styrkja afkomu á næstu árum. Fréttablaðið/Vilhelm Matsfyrirtækið Moody’s segir að sala Íbúðalánasjóðs á Leigufélaginu Kletti, með 450 íbúðum, muni hafa jákvæð áhrif á sjóðinn og styrkja afkomu hans á næstu árum. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, tekur undir að salan sé til hagsbóta fyrir sjóðinn. Aftur á móti muni leigan hækka þegar leigusamningar verða endurskoðaðir. Það skjóti skökku við þegar ríkissjóður selur svo margar íbúðir á einu bretti þegar skortur er á félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt tilboði er kaupandinn skuldbundinn til að halda leiguverði óbreyttu í 12 mánuði, en óljóst er hvað tekur við eftir það. Söluferli Kletts var tvískipt. Í fyrri hluta bárust átta tilboð. Í seinni hluta bárust þrjú skuldbindandi tilboð. Munurinn á hæsta og lægsta boði var 901 milljón króna. Tilkynnt var í síðustu viku að meirihluti stjórnar Íbúðalánasjóðs hefði ákveðið að taka tilboði hæstbjóðanda, upp á tíu milljarða, í félagið. Það tilboð átti Almenna leigufélagið, sem er í rekstri GAMMA. „Ég þekki ekki nákvæmlega plönin en þetta virðist fljótt á litið skjóta svolítið skökku við að vera að losa sig við pakkann í hendur einkaaðila sem sér sér hag í því að vera að reka þetta sem leigustarfsemi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Einn fulltrúi í stjórn Íbúðalánasjóðs sat hjá við afgreiðslu stjórnarinnar. Í bókun sem Drífa Snædal lagði fram á stjórnarfundi sagði hún nauðsynlegt að stefna í átt að félagslegum lausnum í stað leigufélaga sem rekin eru í hagnaðarskyni. „Með sölu á Kletti fer tækifæri forgörðum til að efla félagslegt leiguhúsnæði í samfélagslegri eigu til hagsbóta fyrir almenning og vegur það þyngra en að styrkja fjárhagslega afkomu sjóðsins með sölunni,“ segir í bókuninni. Stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafa aftur á móti bent á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hafi samþykkt stofnun Kletts með því skilyrði að leigufélagið yrði rekið tímabundið og á markaðslegum forsendum og ekki mætti niðurgreiða leigu eða nýta eignir þess sem félagslegt húsnæði. Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ekki athugasemdir við söluna. Þar skipti mestu máli að salan hafi farið fram í opnu söluferli. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody’s segir að sala Íbúðalánasjóðs á Leigufélaginu Kletti, með 450 íbúðum, muni hafa jákvæð áhrif á sjóðinn og styrkja afkomu hans á næstu árum. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, tekur undir að salan sé til hagsbóta fyrir sjóðinn. Aftur á móti muni leigan hækka þegar leigusamningar verða endurskoðaðir. Það skjóti skökku við þegar ríkissjóður selur svo margar íbúðir á einu bretti þegar skortur er á félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt tilboði er kaupandinn skuldbundinn til að halda leiguverði óbreyttu í 12 mánuði, en óljóst er hvað tekur við eftir það. Söluferli Kletts var tvískipt. Í fyrri hluta bárust átta tilboð. Í seinni hluta bárust þrjú skuldbindandi tilboð. Munurinn á hæsta og lægsta boði var 901 milljón króna. Tilkynnt var í síðustu viku að meirihluti stjórnar Íbúðalánasjóðs hefði ákveðið að taka tilboði hæstbjóðanda, upp á tíu milljarða, í félagið. Það tilboð átti Almenna leigufélagið, sem er í rekstri GAMMA. „Ég þekki ekki nákvæmlega plönin en þetta virðist fljótt á litið skjóta svolítið skökku við að vera að losa sig við pakkann í hendur einkaaðila sem sér sér hag í því að vera að reka þetta sem leigustarfsemi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Einn fulltrúi í stjórn Íbúðalánasjóðs sat hjá við afgreiðslu stjórnarinnar. Í bókun sem Drífa Snædal lagði fram á stjórnarfundi sagði hún nauðsynlegt að stefna í átt að félagslegum lausnum í stað leigufélaga sem rekin eru í hagnaðarskyni. „Með sölu á Kletti fer tækifæri forgörðum til að efla félagslegt leiguhúsnæði í samfélagslegri eigu til hagsbóta fyrir almenning og vegur það þyngra en að styrkja fjárhagslega afkomu sjóðsins með sölunni,“ segir í bókuninni. Stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafa aftur á móti bent á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hafi samþykkt stofnun Kletts með því skilyrði að leigufélagið yrði rekið tímabundið og á markaðslegum forsendum og ekki mætti niðurgreiða leigu eða nýta eignir þess sem félagslegt húsnæði. Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ekki athugasemdir við söluna. Þar skipti mestu máli að salan hafi farið fram í opnu söluferli.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira