Grikkland: Mikið aðhald en enginn árangur Lars Christensen skrifar 1. júní 2016 09:30 Nú byrjar það aftur. Grikkland hefur gert enn einn samninginn við ESB og AGS varðandi samningsstöðu sína. Eða öllu heldur, eins og einn embættismaður ESB lýsti því í Financial Times: „Ef það lítur út eins og við séum að velta vandanum á undan okkur er það af því að við erum að því.“ Með öðrum orðum: Þetta er í rauninni ekki samningur til að leysa grunnvandann heldur samningur til að forðast að takast á við grunnvandann. Hver er þá grunnvandinn? Mergurinn málsins er sá að gríska ríkið er einfaldlega gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar, en Evrópusambandið neitar að viðurkenna þessa staðreynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist skilja þetta og sennilega gera embættismenn ESB það líka, en pólitískt virðist ómögulegt að viðurkenna það því það myndi þýða að ESB yrði að viðurkenna að stefnan gagnvart vandamálum Grikklands hafi verið röng. Sumir halda því fram að Grikkir hafi ekki gert nóg til að leysa sín eigin vandamál og að ef Grikkir kæmust upp með meiri háttar skuldaniðurfærslu myndi það bara hvetja til enn meiri ósiða, og það er sennilega rétt, en það breytir því ekki að það er mjög erfitt að sjá hvernig Grikkir geti borgað skuldir sínar. Auk þess er það rangt þegar því er haldið fram að Grikkir hafi ekki gert neitt. Grikkir hafa í raun tekið upp strangari aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Ef við, til dæmis, lítum á uppsafnaðan sparnað í ríkisfjármálum í Grikklandi síðan 2009 þá sjáum við að Grikkir hafa dregið saman á þessu tímabili sem nemur 18-20 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þetta er gríðarlegt aðhald í ríkisfjármálum á hvaða mælikvarða sem er. En eitt er viðleitnin og annað er útkoman og hér er sagan allt önnur. Síðan 2009 hafa opinberar skuldir Grikkja vaxið úr 108% af vergri landsframleiðslu árið 2008 í meira en 180% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þannig hafa opinberar skuldir, þrátt fyrir mikið aðhald, haldið áfram að vaxa á hverju einasta ári síðan 2008. Ástæða fyrir þessari niðurdrepandi þróun er sú staðreynd að í Grikklandi hefur orðið gríðarlegt hrun í efnahagsumsvifum. Þannig hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu fallið um næstum 30% síðan 2008. Sannarlega efnahagslegar hamfarir. Sama hversu hóflegt land er í ríkisfjármálum þá er ómögulegt að koma jafnvægi á skuldahlutföllin í svo miklum efnahagssamdrætti. Til að raunverulega leysa skuldavanda Grikkja þarf því að leysa hagvaxtarvanda þeirra, og það er ekki auðvelt. Fjármálahvati gæti auðvitað verið lausn en Grikkir hafa ekki peninga til þess og markaðirnir munu ekki vilja fjármagna fjármálahvatapakka. Önnur lausn væri umfangsmiklar kerfisumbætur, og þær væru nokkuð heillavænlegri en fjármálahvati, en miðað við dýpt kreppunnar er ólíklegt að jafnvel yfirgripsmestu endurbætur myndu duga til og þá er aðeins ein lausn eftir – lausbeislaðri peningamálastefna. En þar sem Grikkir stjórna ekki sinni eigin peningamálastefnu af því að landið er á evrusvæðinu er það í raun ekki mögulegt heldur. Reyndar er það mögulegt – ef Grikkir ákveða að yfirgefa evrusvæðið. Það virðist mjög áhættusamt úrræði en það er alveg augljóst að þetta er í raun eina lausnin sem myndi virka. Það er því ekki spurning um hvort það verður „Grexit“, heldur hvenær. Þýskir skattgreiðendur munu ekki endalaust vilja borga fyrir að velta vandanum á undan sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú byrjar það aftur. Grikkland hefur gert enn einn samninginn við ESB og AGS varðandi samningsstöðu sína. Eða öllu heldur, eins og einn embættismaður ESB lýsti því í Financial Times: „Ef það lítur út eins og við séum að velta vandanum á undan okkur er það af því að við erum að því.“ Með öðrum orðum: Þetta er í rauninni ekki samningur til að leysa grunnvandann heldur samningur til að forðast að takast á við grunnvandann. Hver er þá grunnvandinn? Mergurinn málsins er sá að gríska ríkið er einfaldlega gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar, en Evrópusambandið neitar að viðurkenna þessa staðreynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist skilja þetta og sennilega gera embættismenn ESB það líka, en pólitískt virðist ómögulegt að viðurkenna það því það myndi þýða að ESB yrði að viðurkenna að stefnan gagnvart vandamálum Grikklands hafi verið röng. Sumir halda því fram að Grikkir hafi ekki gert nóg til að leysa sín eigin vandamál og að ef Grikkir kæmust upp með meiri háttar skuldaniðurfærslu myndi það bara hvetja til enn meiri ósiða, og það er sennilega rétt, en það breytir því ekki að það er mjög erfitt að sjá hvernig Grikkir geti borgað skuldir sínar. Auk þess er það rangt þegar því er haldið fram að Grikkir hafi ekki gert neitt. Grikkir hafa í raun tekið upp strangari aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Ef við, til dæmis, lítum á uppsafnaðan sparnað í ríkisfjármálum í Grikklandi síðan 2009 þá sjáum við að Grikkir hafa dregið saman á þessu tímabili sem nemur 18-20 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þetta er gríðarlegt aðhald í ríkisfjármálum á hvaða mælikvarða sem er. En eitt er viðleitnin og annað er útkoman og hér er sagan allt önnur. Síðan 2009 hafa opinberar skuldir Grikkja vaxið úr 108% af vergri landsframleiðslu árið 2008 í meira en 180% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þannig hafa opinberar skuldir, þrátt fyrir mikið aðhald, haldið áfram að vaxa á hverju einasta ári síðan 2008. Ástæða fyrir þessari niðurdrepandi þróun er sú staðreynd að í Grikklandi hefur orðið gríðarlegt hrun í efnahagsumsvifum. Þannig hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu fallið um næstum 30% síðan 2008. Sannarlega efnahagslegar hamfarir. Sama hversu hóflegt land er í ríkisfjármálum þá er ómögulegt að koma jafnvægi á skuldahlutföllin í svo miklum efnahagssamdrætti. Til að raunverulega leysa skuldavanda Grikkja þarf því að leysa hagvaxtarvanda þeirra, og það er ekki auðvelt. Fjármálahvati gæti auðvitað verið lausn en Grikkir hafa ekki peninga til þess og markaðirnir munu ekki vilja fjármagna fjármálahvatapakka. Önnur lausn væri umfangsmiklar kerfisumbætur, og þær væru nokkuð heillavænlegri en fjármálahvati, en miðað við dýpt kreppunnar er ólíklegt að jafnvel yfirgripsmestu endurbætur myndu duga til og þá er aðeins ein lausn eftir – lausbeislaðri peningamálastefna. En þar sem Grikkir stjórna ekki sinni eigin peningamálastefnu af því að landið er á evrusvæðinu er það í raun ekki mögulegt heldur. Reyndar er það mögulegt – ef Grikkir ákveða að yfirgefa evrusvæðið. Það virðist mjög áhættusamt úrræði en það er alveg augljóst að þetta er í raun eina lausnin sem myndi virka. Það er því ekki spurning um hvort það verður „Grexit“, heldur hvenær. Þýskir skattgreiðendur munu ekki endalaust vilja borga fyrir að velta vandanum á undan sér.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun