Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:35 Hannes í leiknum í kvöld. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30