Ísland og tölfræðin Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júní 2016 09:30 Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira